GA: Heimir Örn nýr framkvæmdastjóri GA
Heimir Örn Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA. Þetta kemur fram á heimasíðu GA.
Alls bárust 18 umsóknir um starfið. Heimir hefur að undanförnu starfað sem umsjónarkennari í Naustaskóla og sem handknattleiksþjálfari, auk þess að vera handknattleiksdómari í úrvalsdeild karla og kvenna.
Heimir er B.Ed. próf frá KHÍ og hefur auk þess lokið margvíslegum námskeiðum í stjórnun og þjálfun. Ásamt störfum sínum hjá Naustaskóla hefur Heimir sinnt þjálfun í öllum flokkum í handknattleik þar sem hann hefur notið virðingar fyrir sín störf.
Eiginkona Heimis er Martha Hermannsdóttir, tannlæknir og eiga þau þrjú börn.
„Þetta er starf sem ég er gríðarlega spenntur fyrir. Mér þykir mjög vænt um GA og vil leggja mitt af mörkum til að klúbburinn vaxi og dafni áfram. Ég tek við góðu búi frá fráfarandi framkvæmdastjóra og hlakka jafnframt til góðra samskipta og samstarfs við félaga, gesti og samstarfsaðila GA.“ segir Heimir Örn Árnason við þetta tilefni.
Stjórn GA býður Heimi hjartanlega velkominn og væntir mikils af samstarfi við hann. Framundan eru áframhaldandi verkefni að fjölga meðlimum í golfklúbbnum, treysta enn frekar barna- og unglingastarf og styðja við afreksstefnu hjá GA. Heimir hefur störf þann 1. mars næstkomandi.
Stjórn GA þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra, Ágústi Jenssyni fyrir frábært samtarf undanfarin þrjú ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
