Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 09:00

GA: Heimir Jóhannsson og Jón Gunnar Traustason sigruðu í Nóvembermóti II

Í gær var slegið í 2. nóvembermót á Jaðarsvelli á Akureryri vegna óvenjugóðrar veðurspár, sem gekk eftir.

Leiknar voru 13 holur þ.e. 1.-12. hola og svo 18. og heim.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skorið þ.e. í höggleik án forgjafar.

Þátttakendur í mótinu vour 74 þar af 12 kvenkylfingar.

Sigurvegarar í punktakeppninni voru eftirfarandi: 

1 Heimir Jóhannsson GA 11 F 10 24 34 34 34
2 Sigurður Samúelsson GA 17 F 10 20 30 30 30
3 Sigþór Harðarson GA 12 F 9 20 29 29 29

Á besta skorinu voru Heimir Jóhannsson og Jón Gunnar Traustason, en þeir léku báðir holurnar 13 á 52 höggum.

Best af kvenkylfingunum stóð sig Edda B Aspar í punktunum (27 punktar) en Brynja Herborg Jónsdóttir í höggleiknum var á 67 höggum.