GA: Heiðar Davíð ráðinn yfirgolfkennari
Golfklúbbur Akureyrar hefur ráðið Heiðar Davíð Bragason sem yfirgolfkennara GA.
Heiðar Davíð er 40 ára og hefur starfað síðustu ár sem íþróttakennari á Dalvík og golfkennari hjá Golfklúbbnum Hamri samhliða því. Heiðar mun áfram sinna golfkennslu á Dalvík samhliða starfi sínu hjá GA, en mun láta af störfum sem íþróttakennari í vor. Mikil gróska hefur verið í golfíþróttinni á Dalvík undanfarið og á þar Heiðar mikinn hlut í. Áður en Heiðar hóf að vinna við golfkennslu náði hann góðum árangri sem leikmaður og varð m.a. Íslandsmeistari í golfi árið 2005.
Heiðar mun sinna afreksþjálfun fram að sumri í samstarfi við Stefaníu Kristínu aðstoðargolfkennara en mun svo hefja formleg störf 1. júní næstkomandi. Heiðar er giftur Guðríði Sveinsdóttur og eiga þau saman tvo drengi.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu starfi, GA er stór golfklúbbur sem býður upp á mikil tækifæri, jafnt í barna- og unglingastarfi, afreksstarfi og þjónustu við hinn almenna kylfing. Ég get ekki beðið eftir því að kynnast fólkinu í GA og hlakka mikið til að hefjast handa“ segir Heiðar
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
