Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2016 | 15:00

GA: Hægt að velja um 2 golfherma á Akureyri

Nú er nýji golfhermirinn kominn í notkun og nú geta félagar í GA valið á milli tveggja golfherma.

Líkt og fyrr þá er hægt að bóka sig í golfhermana á heimasíðu GA.

Í valflipanum sem kemur upp þá er Trackman 1 eldri hermirinn og Trackman 2 nýi hermirinn.

Það er von að kylfingar á Akureyri nýti sér þessa glæsilegu aðstöðu sem er í Golfhöllinni.