Arctic Open fór fram í 28. skipti sl. ár, 2014. GA: Golfklúbbur Akureyrar 80 ára!
Í dag er stór dagur hjá Golfklúbbi Akureyrar þar sem klúbburinn fagnar 80 ára afmæli sínu.
Það var 19 ágúst 1935 sem 27 menn hittust í Samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri, í þeim tilgangi að stofna golfklúbb á Akureyri og var Gunnar Schram kosinn fyrsti formaður Golfklúbbs Akureyrar og var fyrsti golfvöllurinn 6 holur á Gleráreyrum.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag státar GA af einum glæsilegasta golfvelli landsins á Jaðri. Miklar breytingar hafa átt sér stað á vellinum á undanförnum árum og sér nú fyrir endann á þeim.
Nú í sumar klárast framkvæmdir við 6 holu æfingavöll og á haustmánuðum verður hafist handa við að byggja upp æfingaskýli sem fengið hefur nafnið Klappir.
Íslandsmótið í golfi fer fram á Jaðarsvelli á næsta ári og verður spennandi að sjá bestu kylfinga landsins etja kappi á jaðarsvelli eftir þær viðamiklu breytingar sem völlurinn hefur gengið í gegnum.
Golf1 óskar félagsmönnum í GA til hamingju með afmælið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
