GA: Framkvæmdir í kjallaranum að Jaðri ganga vel
Á heimasíðu GA má lesa eftirfarandi frétt:
„Nú er allt á fullu á öllum vígstöðum hjá okkur í GA 🙂
Framkvæmdir í kjallara ganga mjög vel, búið er að rífa niður gömlu geymsluna, saga hurðar í tvö veggi, leggja nýjar vatns og skólplagnir í golfið og nú í morgun var klárað að saga fyrir gólfhitalögnum í kjallaranum.
Það verður því hægt að hefja uppbygginguna á aðstöðunni í næstu viku og verður gaman að sjá breytinguna á kjallaranum þegar henni verður lokið. Þá munum við bjóða upp á frábæra búningsaðstöðu fyrir kylfinga og stórbæta alla salernisaðstöðu í kjallaranum sem komin var til ára sinna.
Framkvæmdirnar við Klappir hafa því miður ekki miðast eins hratt áfram og við hefðum kosið, það er búið að vera svo mikið frost í vetur að ekki hefur verið hægt að steypa. Nú horfir þetta hins vegar allt til betri vegar með hækkandi sólu og vonandi verður hægt að steypa milliplötuna í næstu viku.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
