Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 23:00

GA: Elfar fékk ás!!!

Elfar Halldórsson kylfingur úr GA gerði sér lítið fyrir og skellti sér holu í höggi á 14. braut á Jaðarnum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þriðjudaginn 4. júli s.l..

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drengurinn fer holu í höggi, en er tilfinningin alltaf jafn góð sagði hann með bros á vör eftir hringinn.

Aðspurður sagði Elfar að 14. holan væri nú að verða ein af hans uppáhalds holum á seinni 9 🙂

Afrekinu var fagnað vel og lengi á þriðjudaginn hjá Elfari og fjölskyldu hans en bræður hans báðir Torfi og Ómar og faðir hans Halldór Rafnsson voru með Elfari í holli.

Golf 1 óskar Elfari til hamingju með draumahöggið!!!