Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2016 | 17:15

GA: Arctic Open – Úrslit

Laugardaginn 25. júní s.l. lauk Arctic Open 2016 með skemmtilegri veislu í golfskálanum á Jaðri.

Mótið tókst virkilega vel í ár og voru keppendur virkilega ánægðir með mótið. Þátttakendur voru alls 203 og af þeim voru 37 erlendir kylfingar.

Veður var virkilega gott á meðan að á móti stóð en því miður lét miðnætursólin ekki sjá sig.

Arctic Open meistarainn í ár varð Helgi Gunnlaugsson félagi í Golfklúbbi Akureyrar og lék hann virkilega gott golf.

Helstu úrslit mótsins má sjá með því að SMELLA HÉR: