Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 08:30

GA: Ævarr Freyr er kylfingur ársins – Stefanía Elsa fyrirmyndarkylfingur GA og Tumi Kúld holumeistari klúbbsins

Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar. Ótrúlega flottir krakkar hirtu öll verðlaunin á fundinum. Ævarr Freyr Birgisson hlaut heiðurstitilinn: kylfingur ársins. Stefanía Elsa Jónsdóttir var útnefnd fyrirmyndarkylfingur GA og Tumi Kúld holumeistari klúbbsins.  Jafnframt var kjörin ný stjórn, sem greint verður frá hér á Golf 1 síðar.