Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 09:00

G Mac staðfestir brúðkaupsdaginn 29. sept ´13

Graeme McDowell hefir staðfest að hann muni kvænast 29. september seinna á þessu ári.

McDowell og kæresta hans Kristin Stape munu fagna brúðkaupi sínu bæði í Bandaríkjunum og í hinu elskaði Portrush hans GMac.

Fyrrum meistari Opna bandaríska (GMac) upplýsti um brúðkaupsdaginn í gær (þ.e. deginum fyrir Arnold Palmer Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour) – í Orlando – sem er í  um 20 mínútna keyrslu frá heimili Graeme og Kristinar, í Lake Nona.

„Við ákváðum að brúðkaupið yrði í vikunni eftir Tour Championship og það er 29. september og við erum bæði spennt,“ sagði McDowell.

„En þetta verður auðvitað bara ef hún vill mig enn“ sagði brosandi GMac.

Þetta er jafnframt í vikunni, sem  Alfred Dunhill Links Championship, fer fram á Evrópumótaröðinni og það er allt eins víst að nokkrir af helstu kylfingum heims komi ekki til með að taka þátt í því móti vegna þess að þeim er boðið í brúðkaup GMac, menn eins og Rory McIlroy og nágrannar í Lake Nona s.s. Justin Rose og Ian Poulter.

S.l. október kom McDowell, hinni 33 ára Kristin Stape á óvart þegar hann bað hennar á þyrlupalli 7 stjörnu Burg Al Arab hótelsins í  Dubaí.

Hann bað hennar á hnjánum og Kristin hikaði ekki að gefa já-yrði sitt.

Þau eru nú búin að vera saman í 3 ár eða allt frá því GMac réði Stape, sem er innanhúsarkítekt, til ráðgjafar um hvernig allt ætti að vera umhorfs innandyra í höllinni hans í Lake Nona.