G Mac gefur uppskrift að ekta Irish Coffee
Nú um daginn var Golf 1 með frétt og myndskeið um það þegar Graeme McDowell var að tappa af Guinness bjórtunnu á nýja veitingastaðnum sínum Nona Blue í Orlando, Flórída. Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Sagði GMac m.a. að þetta væri einn besti Guinness-inn utan Írlands.
Varðandi annað sem í boði er á veitingastað hans sagði GMac:
„Matseðillinn verður í stöðugri þróun og ég vil gjarnan sjá meira af réttum að heiman (frá Írlandi) á seðlinum.“
„Ég mun svo sannarlega leggja mitt til málanna. Þetta er bara rétt að byrja og við skemmtum okkur vel næstu 3-4 vikurnar við að setja allt saman. En matseðillinn á eftir að þróast og verða enn betri.“
Það var þá sem GMac upplýsti að hann væri að vinna í „sérstökum“ Irish Coffee.
„Ég vil að Irish Coffee-ið sé það upprunalegasta Irish Coffee, sem hægt er að fá hér í Bandaríkjunum, þannig að fylgist vel með í þeim efnum,“ sagði hann.
Einn blaðamanna bað GMac um uppskrift að góðu, ekta Irish Coffee.
„Ein fljótleg er svona ein og hálf únsa af Bushmills whiskey og sterku kaffi,“ sagði GMac.
„Kaffið verður að vera sterkt því whiskey-bragðið og kaffi-bragðið mega ekki verða hvort öðru yfirsterkara. Þau verða að vera í jafnvægi. Það verður að bæta við púðursykri, sem sætuefni og lykilatriðið er að rjóminn verður að vera handþeyttur úr ekta rjóma.
Upprskriftin lítur út eitthvað á þessa leið:
| 4 tsk púðursykur 4,5 cl ekta írskt Bushmills whiskey |
Fyllt upp með (18 cl) sterku heitu kaffi. Ekta handþeyttur rjómi settur ofan á (ekki tilbúinn rjómi úr sprautubrúsum) Kaffidufti og súkkulaðispænum stráð yfir. | |
„Þetta er frábær drykkur. Hættulega góður!!!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
