Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 16:00

Fyrstu mót Unglingamótaraða Arion banka hófust í dag – 19. maí 2012

Fyrstu mót á Unglingamótaröðum Arion banka hófust í dag 19. maí 2012. Arion banki styrkir mótaraðirnar með rausnarlegum hætti.

Á Nesvelli fer fram 1. mót í Áskorendamótaröðinni og eru 105 krakkar og unglingar skráðir í mótið.

Á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi fer fram 1. mót í Unglingamótaröð Arion banka og er það tveggja daga, sem venja er. Fyrri mótsdagur er í dag, laugardaginn 19. maí 2012 og sá síðari á morgun sunnudaginn 20. maí. Þátttakendur eru 135.

Golf 1 verður að sjálfsögðu á staðnum og með myndaseríur frá báðum mótum, í dag frá Áskorendamótaröðinni og á morgun frá Unglingamótaröð Arion banka.