Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 14:00

Fyrsti og síðasti ásinn!

Hinn 93 ára Ben Bender frá Ohio hefir spilað golf í meira en 65 ár.

Í sl. mánuði var hann að spila á Green Valley golfvellinum í Zanesville í Ohio þegar …. hann fór holu í höggi.

Þegar hann hafði slegið og horft í forundran á eftir bolta sínum fara beint ofan í holu fór mjöðmin að þjaka hann, en vegna þrálátra verkja í henni hafði hann ákveðið að þetta yrði síðasti golfhringurinn.

Guð vissi“ sagði hann í viðtali við The Zanesville Times Recorder .. að þetta yrði síðasti hringur hans og því gaf hann honum ás!

Við ásinn notaði Bender 5-tré.

Þetta er fyrsti og síðasti ásinn á feril Bender, sem náði lægst að vera með 3 í forgjöf um ævina.

Góður endir á golfferil!