Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2016 | 07:00

Fyrsti bíll Lydíu Ko er Lexus

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, undirritaði styrktar- og auglýsingasamning við Lexus bílaframleiðandann nú nýlega og …. er þegar búin að fá fyrsta bílinn sinn.

Það kemur í kjölfar þess að Ko er nýbúin að fá bílpróf í Bandaríkjunum.

Lydia Ko og fyrsti bíllinn

Á Twitter tvítaði Ko ánægð: „My first car!!!!!! So excited to receive this amazing 2016 Lexus RC F Sports Coupe! A big thank you to my new sponsor.“

(Lausleg þýðing: „Fyrsti bíllinn minn!!!!!! Svo spennt að fá þennan ótrúlega 2016 RC F Sports Coupe! Kærar þakkir til nýja styrktaraðilans míns.“)