Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 07:00

Fyrsti ás hins 8 ára Tiger

Tiger Woods sagði frá því atviki, í golfkennslutíma (ens. clinic) nú um daginn, þegar hann fékk fyrsta ás sinn, þá aðeins 8 ára.

Frásögn hans var eftirfarandi:

Ég er 42 ára. Ég hef 19 sinnum farið holu í höggi. Síðasta skiptið var 1999. Þannig að það er svolítið síðan. Fyrsti ásinn … hann kom á Heartwell golfvellinum á Long Beach, í Kaliforníu. Ég var 8 ára. Ég sló og var of lítill til að sjá hvert boltinn fór.

Boltinn fór yfir sandglompuna og fór beint í holu. Allir í hópnum mínum fögnuðu nema ég. Ég sá ekkert. Þannig að einn af náungunum lyftir mér upp og sýnir mér að það er enginn bolti á flötinni. Ég er spenntur – ég hleyp að flötinni og næ í boltann úr holunni og fagna. Og krakkarnir komu og sögðu „asninn þinn – golfpokinn þinn er á teig. Þannig að ég varð að fara tilbaka og ná í golfpokann minn.“