Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2016 | 09:00

Fyrsta opinbera golfsveifla Jordan Spieth 2016 – Myndskeið

Hyundai Tournament of Champions mótið hófst í gær á Kapalua venju samkvæmt.

Aðeins þeir hafa keppnisrétt, sem árið á undan hafa sigrað í einu móta PGA Tour.

Einn þeirra, sem þátt tekur í mótinu er nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth en hann vann í 5 mótum á PGA Tour 2015, þ.á.m. 2 risamótum: Masters og Opna bandaríska.

Spieth er einmitt í 2. sæti eftir 1. keppnisdag á 7 undir pari; aðeins Patrick Reed stendur sig betur; er í 1. sæti á 8 undir pari.

Til þess að sjá myndskeið af 1. opinbera höggi Spieth á Kapalua SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. keppnisdag á Hyundai TOC SMELLIÐ HÉR: