Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 17:30

Fyrrverandi kæresta Rory McIlroy:„Ég trúði því aldrei að hann myndi gera mér þetta.“

Fyrrverandi kæresta Rory McIlroy, Holly Sweeney sagði í viðtali við Paul Martin s.l. laugardag:„Ég trúði því aldrei að hann

myndi gera mér þetta.“

Í dínamítviðtali sagði Holly, 21 árs, hvernig heimur hennar hrundi þegar margmilljónera golfstjarnan, kæresti hennar, Rory McIlroy

sagði henni upp til þess að geta byrjað með konu nr. 1 í tennisheiminum, Caroline Wozniacki.

Holly sagði Irish Sunday Mirror frá sársauka sínum þegar McIlroy sagði henni að sér „líkaði“ við Wozniacki þegar þau horfðu

á tennisleik saman í €1.75milljóna glæsihýsi þeirra í Co Down.

Og hún sagði að hjarta hennar hefði brostið þegar hann fór að heiman og flaug til Þýskalands til að horfa á boxkeppni þar sem

hann átti færi á að hitta tennisskutluna.

Holly opnaði dyr sínar til að veita innsýn í nýtt heimili sitt – fallega tveggja hæða penthúsíbúð í Belfast. Holly sagði: „Þetta fór alveg með

með mig – það er þess vegna sem ég fór til Dubai um leið og við hættum saman, svo ég þyrfti ekki að horfa upp á þetta eða

hugsa um þetta. „En þegar maður er á ströndinni og það er ekkert til að dreifa huganum, þá læðast sambandsslitin upp að

manni. Þannig að ég komst ekki undan þessu, sama hvað ég gerði, þetta var út um allt, jafnvel á Twitter.

Þannig að jafnvel þó ég væri að reyna að dreifa huganum, læddist það aftur upp að mér.“

Holly talaði um þjáninguna og reiðina eftir 6 ár saman; hún hélt áfram:„Mig hafði alltaf grunað að hann væri skotinn í henni.

Honum hefir alltaf líkað vel við tennis. Þegar hann horfði á konurnar sagði hann alltaf hann sér líkaði hún en ég tók bara

ekkert eftir því – mig grunaði ekkert. „Það var Rory sem hætti sambandinu til að byrja með Caroline – ekki öfugt – þannig að ég áfellist Rory eða þau bæði ef ég er heiðarleg.

„Ég kenni honum um það sem gerðist og augljóslega er ég enginn aðdáandi hennar.

„Við höfum verið í sundur áður, en það var vegna þess að okkur fannst við vera of ung í svona alvarlegt samband. Þetta var

allt öðruvísi.“ Holly sagði síðan frá því hvernig sig hefði fyrst grunað að Rory myndi yfirgefa hana fyrir dönsku íþróttastjörnuna Wozniacki.

Rory McIlroy and Caroline Wozniacki (Pic: Getty)

Rory McIlroy og Caroline Wozniacki

Hún sagði: „Ég sá tweet frá Caroline þar sem sagði að hún hefði hitt Rory og hann væri frábær náungi eða eitthvað slíkt

og hjartað í mér sökk. Ég hélt að eitthvað væri í gangi vegna þess að ég heyrði ekkert í honum í ferðinni á þennan boxleik

í Þýskalandi, þar sem hún var. Svo kom hann heim, fór beint að hitta hundinn okkar (Skolla) í staðinn fyrir mig

og virti mig einskis þegar hann fór í gegnum dyrnar og síðan settist hann hjá mér og sagði mér að hann hefði

hitt hana í Þýskalandi og að hann vildi sjá hvernig gengi að fá hana til við sig.

En það er ekkert sem bendir til að nokkuð hafi gerst milli Rory og Caroline í Þýskalandi.

Holly bætti við:„Ég kom sjálfri mér á óvart með hversu róleg ég var þegar hann sagði mér þetta. Ég sagði ekki margt,

hringdi bara í stelpurnar og bauð þeim að gista og tala og bað hann að fara um nóttina þar til ég hefði náð áttum.

Innra með mér var ég í rusli.“

Þrátt fyrir að hafa horfst kjörkuð í augu við ákvörðun Rory um að enda samband þeirra, þá sagði Holly hjarta sitt

hafa brostið.

Hún sagði: „Ég held að ég hafi bara verið í sjokki yfir því sem skeði. Við höfðum verið saman lengi og ég hélt að allt

væri virkilega gott milli okkar, en síðan að setjast niður með honum og vera sagt upp – það var bara sjokk.

„Ég var bara í uppnámi vegna þess að hann hafði ekkert lært af fyrri sambandsslitum okkar.

Mér fannst eins og öll vinnan til þess að láta sambandið ganga upp hefði verið hent út um gluggann.“

Eftir skilnaðinn fór Holly úr glæsibúnu sveitaathvarfi þeirra, þar sem m.a. er golfvöllur,

heitir pottar og stærðarinnar heilsuræktarsalur.

Heimili Holly er nú smærra, en alveg jafn íburðarmikil íbúð með geysifallegu útsýni yfir höfnina í Belfast, með flottustu

mublum, stórum flygli, listaverkum og öllu – svo ekki sé minnst á nægt rými til þess að hýsa 14 pör af hælaháum Christian

Louboutin skóm. Hún er líka nýbúin að taka upp 5 þætti í írskum sjónvarpsþætti sem heitir:

„Irish Celebrity Come Dine With Me“, sem sýndur verður í janúar.

Hún komst í fyrirsagnirnar í síðasta mánuði fyrir það að klæða sig upp eins og tennisspilara, þ.e. í hvítt minipils og hvítan bol.

Holly hló:„Ég býst við að ég hafi valið þetta efni vegna þess að ég er með svartan húmor  –

ég var bara að skemmta mér svolítið. Fólk getur sagt að ég hafi verið að láta reiðina út eða höggva í Rory

en ég var bara að skemmta sjálfri mér.“

Rory hefir ekki gert nýja samband sitt að neinu leyndarmáli, hann hefir verið myndaður oftsinnis

með leggjastjörnunni, haldandi í höndina á henni eða kúra sig upp að henni að almenningi aðsjáandi.

Hann sagði jafnvel nú nýlega hversu frábært væri að Caroline „skildi hann“ betur vegna þess að þau

hefðu svo margt sameiginlegt vegna íþróttaferla sinna. Þrátt fyrir sársaukann og þjáninguna

yfir sambandsslitunum trúir Holly ekki að Rory hafi slitið sambandinu vegna þess að hann vildi henni illt

(öfugt við marga aðra).

Holly sagði:„Ég kallaði hann alltaf einfalda strákinn vegna þess að hann hélt að það væri einfaldlega

hægt að gera hluti – það yrðu aldrei neinir erfiðleikar eða hindranir, sem yrði að yfirstíga.“

„En stundum eru hlutirnir ekki svo einfaldir – sérstaklega þegar þú skiptir kærestu þinni út fyrir aðra.

En ég veit að það sem hann gerði var ekki hann að vera kvikindislegur.“

Og hún trúir því að nýja samband hans við Wozniacki muni standa tímans tönn, sbr.:

„Ég held að hann hafi gert hlutina allt öðruvísi með Caroline heldur en með mér og þau virðast ástfangin,

þannig já, ég hugsa að sambandið muni endast í nokkurn tíma.“

Heimild: Irish Sunday Mirror