Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 10:00

Fyrrum starfsmaður Tiger þarfnast áminningar um hvert eðli kaddýstarfsins er

Golffréttamiðlar eru uppfullir af greinum af mönnum, sem hneykslast á bók sem Steve Williams fyrrum kylfuberi Tiger Woods er að gefa út, (sem eflaust á eftir að skila Steve enn fleiri milljónum dollara í kassann en hann er þegar búinn að græða á Tiger).

Í bókinni segir Williams m.a. að sér finnist Tiger hafa komið fram við sig eins og þræl, sbr. :

One thing that really pissed me off was how he would flippantly toss a club in the general direction of the bag, expecting me to go over and pick it up,’’ Williams wrote. “I felt uneasy about bending down to pick up his discarded club – it was like I was his slave.’’

(Lausleg þýðing: „Eitt af því sem virkilega pirraði mig var hvernig hann af geðþótta henti kylfum í áttina að pokanum og ætlaðist til að ég gengi yfir og tæki þær upp,“ skrifaði Williams „mér leið illa að beygja mig niður og taka upp kylfurnar sem hann fleygði frá sér – það var eins og ég væri þrællinn hans.“

Steve Williams er atvinnukylfuberi og sem slíkur hlýtur hann a.m.k. 10% af öllu vinningsfé kylfingsins síns.  Þetta þýðir að af þeim yfir $70 milljónum, sem Tiger vann sér inn meðan Williams var á pokanum hjá honum þá er Williams orðinn milljónamæringur (með a.m.k. 7 milljónir dala, sem runnið hafa í vasa hans fyrir að, …… já ehemm afsakið margfalt bera kylfur Tiger og taka þær upp, hvert svo sem hann henti þeim).  Sumir segja m.a.s að þeir hefðu fyrir þennan pening reglulega stungið sér eftir kylfunum í vatnshindranir.  Hvað er eiginlega málið?  Það er starf kylfubera að sjá um kylfur kylfinganna sinna og vera síðan sálfræðingar þeirra, en fyrst og fremst STARFSMENN kylfinganna, sem eru með hæfileikanna og borga launin.

Þræll?

Það er til fullt af ofurhæfileikaríkum kylfusveinum, sem gjarnan hefðu viljað skipta við Willams og hefðu ekki vogað sér að vera með svona þvælu eftir á …. enn í fylu vegna þess að fyrrum vinnuveitandinn sleit starfssambandinu.

Svo er orðaval Williams athyglisvert.  Þræll? Enn verið að ná sér niðri á Tiger, en með því að velja orðið þræll virðist Williams aldeilis ætla að gefa Tiger á kjaftinn fyrir að koma svona „illa“ fram við sig – ja hann virðist vera að segja hvað þessi svarti þrælalarfur sé eiginlega að derra sig við hann – þegar hans kynstofn barðist svo hatrammlega gegn því að hvíti maðurinn kæmi svona fram við sig – nú sé hlutverkunum snúið við.  Ósmekklegt að impra á svona – Williams hefði getað notað hvaða annað orð sem var …. og það að beygja sig eftir kylfu, sem maður fær milljónir fyrir telst varla þrælavinna.

Menn, sem láta svona út úr sér, ættu að skammast sín, en Williams auðvitað nýtur athyglinnar … og milljónanna, sem bókin hans rakar inn ….