Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 07:00

Fyrrum kaddý Tiger svarar fyrir sig

Steve Williams, fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, Greg Norman og Adam Scott hefir svarað fyrir sig, eftir að nú nýlega birtust í fjölmiðlum sögur þess efnis að hann hafi veittst að einum atvinnukylfingi, Kevin Na og verið með ónotalegheit við hann í orði og starfsmaður PGA Tour gat rétt stoppað að upp úr syði milli Na og Williams eftir Players mótið 2012.

Sjá má frétt Golf 1 þess efnis með því að SMELLA HÉR: 

Williams komst einnig í fréttirnar fyrir að hafa sagt í bók sinni að sér hefði liðið eins og þræl Tigers.

Varðandi nýjustu söguna svaraði Williams fyrir sig í  New Zealand Herald en þar sagði hann:

“It’s a serious business but they need to stop taking themselves so seriously.”

(Lausleg þýðing: „Þetta er alvarlegur bissness en þeir (atvinnukylfingar) þurfa að hætta að taka sjálfa sig svo hátíðlega.“