Fyrrum kaddý Rory hefir ekki talað við hann eftir að leiðir skildu
JP Fitzgerald fyrrum kaddý Rory McIlroy upplýsti í nýlegu viðtali að hann hefði ekki talað við Rory frá því leiðir skildu eftir Opna breska 2017 á Royal Birkdale.
Þá hafði Rory ekki sigrað á risamóti í 3 ár.
Rory hóf mótið hræðilega; á fyrstu 5 holum sínum var hann kominn á 6 yfir par, en hann lauk mótinu samt T-4.
Það var eftir að Fitz tók hann í gegn (sbr.: “you’re Rory McIlroy, what the f*** are you doing?”) sem Rory tók sig til í andlitinu.
Rory var búinn að vera með JP Fitzgerald í 10 ár sem kaddý og á því tímabili vann hann 4 risamót og tók þátt í 3 Ryder bikars keppnum.
„Stundum til þess að viðhalda persónulegum samböndum verður maður að fórna starfssamböndum,“ sagði Rory eftir að hann sagði skilið við Fitzgerald og hélt því fram að þeir yrðu í nánu sambandi eftir skilnaðinn, sem greinilega hefir ekki verið raunin.
Í viðtali við Mail sagði JP Fitzerald um aðskilnaðinn við Rory: „Í lok dags þá fór ég til þess að koma lagi á hugsanir mínar og endurhlaða batteríin. Það var augljóst að ég þurfti á fríi að halda. En ég hef lært af öllum kylfingum sem ég hef unnið með og Rory er ekkert öðruvísi.“
Í dag er Fitzgerald kaddý Victor Perez, sigurvegara síðasta Alfred Dunhill Links.
„Hann er mjög elskulegur,“ sagði Fitzgerald um nýja vinnuveitanda sinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
