Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 19:00

Fyrrum British Amateur golfstjarna í 10 ára fangelsi f. peningaþvætti

Fyrrum British Amateur golfstjarna, sem græddi £ 20 milljónir á peningaþvætti lítur í 10 ára fangelsi eftir að hafa verið handtekinn við golfleik í Algarve, Portugal.

Skv. The Mail, lék Duncan Evans, sem var British Amateur meistari árið 1981, líka í Walker Cup á móti liði Bandaríkjanna.

Hann gæti þurft í fangelsi í 10 ára vegna þess m.a. að hann endurgreiddi ekki peningana, sem hann hafði í gróða af brotum sínum.

Evans flutti frá Bretlandi til Portúgals meðan verið var að áfrýja málinu .

Meðan Evans bjó í Algarve bjó hann í íbúð og spilaði reglulega í golfmótum og jafnframt stofnaði hann fyrirtæki í innflutnings-útflutnings viðskiptum og eins verktakafyrirtæki.

Mál Evans var síðan tekið fyrir í lokuðu réttarhaldi í Evora, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Duncan Evans

Duncan Evans ungur og efnilegur kylfingur

Evans var eitt sinn einn af bestu áhugakylfingum Bretlands, í kringum 1980 og einn af hápunktum ferils hans er þegar hann sigraði á British Amateur Championship árið 1981 og spilaði síðan á móti liði Bandaríkjanna í einskonar áhugamannaútgáfu af Rydernum, þ.e.  Walker Cup.

Hann tapaði í báðum fjórmenningsleikjum sínum á Cypress Point, en náði að halda jöfnu í tvímenningnum gegn  Corey Pavin.

Evans var einnig valinn BBC Wales Sports Personality of the Year árið 1980.

En 18 árum síðar vék hann af beinu brautinni og árið 1999 byrjaði hann að þvo milljónir punda fyrir hinn alræmda glæpamann‘Riviera’ Ray Woolley.

Evans varði ágóðanum af brotum sínum í íburðarríkan lífsstíl, keypti m.a. margra milljón punda landeignir og Rolls Royce fyrir £195,000.

Meðal fjölmargra heimila hans er 8 svefnherbergja hús í sveitinni í Lymm, Cheshire, sem nefnist Deans Green Hall, en það keypti hann fyrir £1.5milljónir og notaði afrakstur glæpa sinna til að fjármagna kaupin.

Evans var dæmdur fyrir peningaþvætti í Birmingham Crown Court árið 2003 og fór í fangelsi í 3 ár og var dæmdur til að greiða £3 milljónir.

Í fréttatilkynningu portúgölsku lögreglunnar segir: „Í samræmi við evrópska handtökuskipun, hefir lögreglan staðsett og handtekið 58 ára mann sem grunaður er um skattsvik og peningaþvætti.“

Hinn grunaði fannst á Almancil svæðinu eftir að rannsókn hófst í samvinnu við bresk lögregluyfirvöld.“