Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (2/5)
Hér verður fram haldið reifun á löngum og ítarlegum fyrirlestri Pierre Bechmann, fyrsta formanns R&A frá meginlandi Evrópu:
Bechmann greindi frá því að árið 2004 hefði orðið aðskilnaður milli R&A golfklúbbsins og þess þáttar hans sem sá um ytri málefnin (nefnist The R&A). Bechmann sagði aðskilnaðinn hafa 2 kosti. Í fyrsta lagi að hlífa klúbbmeðlimum við ábyrgð. Ef t.a.m. ákvörðun um stöðlun golfútbúnaðar er mótmælt af framleiðenda golfkylfa eins og þegar PING fór í mál við R&A 1989 þá er engin hætta á því að klúbbmeðlimir verði að selja húsin sín til að eiga fyrir skaðabótum; og í annan stað gerir það okkur kleift að leyfa aðkomu fleiri að ákvarðanatöku, þ.e. þeirra sem eru ekki félagar í R&A golfklúbbnum.
Bechmann setti upp glæru:
Affiliates 151 organizations in 137 countries (Meðlimir í 151 samtökum í 137 löndum)
R&A er í sambandi við 151 golfsambönd í 137 löndum og önnur sambönd og er þannig æðsta stjórnvald, en aftur vegna beiðni annarra. Þegar fólk talar við mig um R&A þá vísa ég til þess sem Stalín sagði í stríðinu. Honum var sagt frá áhrifum páfans og hann á að hafa sagt: „Páfinn, hversu margar skriðdrekadeildir býr hann yfir?“ R&A er með engar skriðdrekadeildir og ef einhver vill spila eftir öðrum reglum á morgun, t.d. með ólöglegum kylfum, þá er ekkert sem við getum gert við því. Þannig að það er mjög mikilvægt á hverjum degi að byggja upp samkomulag. Að skilja hvaðan annað fólk kemur og hvað það vill.
Golfreglunefndin sem er ansi mikilvæg, sem var mynduð 1897 – Bechmann setur á aðra glæru:
Rules of Golf Committee (Golfreglunefndin)
Formed 1897 (mynduð 1897)
12 R&A Members (12 meðlimir frá R&A)
11 Advisory Members (11 ráðgefandi meðlimir):
1 Asia Pacific Golf Confederation
2 Golf Australia
3 Golf Canada
4 Council of National Golf Unions
5-6 European Golf Association (2)
7 Professional Tours (men and women)
Chairman CJ Hilton (Formaður er CJ Hilton)
3 meetings per year (3 fundir á ári)
Nefndin samanstendur af 12 félögum R&A og hefir 11 ráðgefandi félaga. Ráðgefandi félagar eru mjög mikilvægir. Ég var m.a. í stjórn EGA í 2 ár. Mér fannst álit mitt hafa meira vægi þar en þegar ég var einn af 12 félögum R&A. Þetta fólk er mjög mikilvægt og þið sjáið að Evrópa er með 2 ráðgefandi félaga. Við vinnum í nánu sambandi við atvinnumótaraðirnar og ég kem aftur að því þegar ég tala um langa púttera hér á eftir, og okkur semur vel við atvinnumennina, félaga okkar öfugt við USGA (að þessu leyti þ.e. hvað snertir langa púttera)
Þó reglunefndin hittist ekki oft þá fer fram mikið mikilvægt starf á skrifstofunni.
Svo er það líka áhugamennskunefndin (Pierre Bechmann setur upp nýja glæru)
The Amateur status committee (13:51)
* Formed in 1966 (previously dealt with by Championship Committee)
* 6 R&A Members plus CONGU appointment
* Advisory Members
Asia Pacific Golf Federation
Golf Australia
Golf Canada
European Golf Association (2)
Japan Golf Association
* Chairman F.K Andrews
Sú nefnd fjallar um áhugamannareglurnar sem voru endurskoðaðar nokkuð rækilega fyrir 2 árum til þess að skapa svigrúm fyrir meiri sveigjanleika hvað varðar útgjöld áhugamanna til samningsgerða áður en þeir gerast atvinnumenn um þær þóknanir sem þeir fá eftir að þeir gerast atvinnumenn. Aftur eru hér mikið af ráðgefandi félögum.
Bechmann setur á nýja glæru
EQUIPMENT STANDARDS COMMITTEE
* Formed 1974 (Previously dealt with by Rules of Golf Committee)
* 6 R&A Members including representatives from Rules and Championship Committees
* Advisory Member from Japan Golf Association
* Professional Tours (men and women) also represented
* Chairman KH Hodgkinson
* 4 meetings per year
Nefndin um stöðlun útbúnaðar er 4. stærsti hlutinn af stjórnunarþættinum (ens.: governance part of the R&A). Aftur þá störfum við með bandaríska golfsambandinu (USGA) og eins japanska golfsambandinu. Japan er mikilvægt land vegna fjölda (golf)útbúnaðarframleiðenda þar og við vinnum í mjög nánu sambandi við þá
Bechmann setur upp nýja glæru
RELATIONSHIP WITH USGA
*Founded 1895
* Joint Governing Body
* Working Jurisdiction of United States and Mexiko
* Regular communication on all governance matters
* Joint Advisory Committee
– Joint Committee (est. in 1950´s)
– Joint Equipment Standards Committee (est. in 2010)
Bandaríska golfsambandið (USGA) er mjög mikilvægur samstarfsaðili. Það var reyndar stofnað 1894 – fyrsta Opna bandaríska fór fram 1895. Við höfum alltaf átt í góðu vinnusambandi við USGA, en við vinnum sjálfstætt, einn aðilinn gín ekki yfir hinn. Augljóslega eru Bandaríkin stærsti golfmarkaðurinn og stærsta golflandið, en kannski einhvern daginn verður Kína það.
Síðan setur Bechmann á nýja glæru:
THE RULES REVIEW PROCESS
* Generally work to a 4-year cycle
* R&A and USGA are separate organizations with independent decision-making processes
* However, uniformity is an important consideration
* Joint Advisory Committee play an important role
* Proposals finalised at Quadrennial Rules Conference
Endurskoðun (golfreglna) er hægt ferli og skipulagt. Allt sem er gert er gert systematískt/ þ.e. kerfisbundið og alltaf með þáttöku margra annarra og þetta er 4 ára hringrás þannig að litla reglubókin sem þið eruð með gildir til 2015 og síðan 2016 fáið þið reglubók til næstu 4 ára. Einn stærsti hluti reglukerfisins eru úrskurðirnir, þið vitið um úrskurðabókina sem er mjög þykk og hún er afrakstur mikillar vinnu.
Bechmann setur á nýja glæru af Adam Scott með langan pútter
Þegar við tölum um endurskoðun á reglum – þá skulum við sjá þennan mann hér með langa pútterinn. Það er nú tillaga sem hefir verið samþykkt um að banna langa púttera og á hún að ganga í gildi 2016. Nokkrar spurningar vakna. Er þetta virkilega mikilvægt? Af hverju nú en ekki fyrir 25 árum þegar langir pútterar komu fyrst fram á sjónarsviðið? Svarið er að þar til nú hefir ekki verið samkomulag um að banna þessa púttera. Fólk var ekki á einu máli að gera svo það hugsaði ekki að það væri mjög mikilvægt vegna þessa að það hélt ekki að meistarakylfingarnir væru að nota langa púttera og þannig að fólk tók sér tíma til umhugsunar, skiptist á skoðunum og á ákveðnum tímapunkta ákvað það að það væri kominn tími til að gera eitthvað.
Bechmann setur á nýja glæru
PROPOSED RULE ON ANCHORING
14-1. Method of Stroke
a. Ball to be fairly struck at
The ball must be fairly struck at with the head of the club and must not be pushed, scraped or spooned.
b. Anchoring a stroke
In making a stroke the player must not anchor the club either „directly“ or by use of an „anchor point“
Nú breytingin á reglunninni verður í 14-1b þar sem segir að þegar högg sé tekið þá megi leikmaður ekki nota kylfuna sem akkeri hvorki „beint“ eða með því að nota „akkerispunkt.
Bechmann setur á glæru þar sem skýrt er hvað átt sé með hugtökunum í 14-1b
Note 1
The club is anchored „directly“ when the player intentionally holds the club or a gripping hand in contact with any part of his body, except that the player may hold the club or gripping hand against a hand or forarm.
(Lausleg þýðing: Athugasemd 1.
Kylfan er talin notast sem akkeri „beint“ þegar leikmaðurinn af ásetningi styður kylfuna eða hönd sem grípur um hana við einhverja aðra parta líkama síns, nema að leikmaðurinn má halda kylfunni eða höndinni sem grípur við hendi eða forhandlegg.)
Note 2
An „anchor point“ exists when the player intentionally holds a forearm in contact with any part of his body to establish a gripping hand as a stable point around which the other hand may swing the club.
(Lausleg þýðing: Athugasemd 2.
Akkerispunktur er til staðar þegar leikmaður af ásetningi heldur framhandlegg í sambandi við einhvern hluta líkama síns til þess að búa til grípandi hönd sem stuðningspunkt umhverfis hverja hin höndin getur sveiflað kylfunni.
Bechmann: Áður en við förum í hvað er átt með akkerispunkti (anchor point) þá ætla ég að sýna ykkur hvað er bannað. Bechmann sýnir nú myndir af manni sem styður pútterinn við maga, undir höku, með forhandlegg eða olnboga eða bringu.
Síðan sýndi Bechmann myndir af því sem var leyfilegt í þessu sambandi en það voru myndir af manni sem er með langan pútter en styður hann ekki við bringu heldur heldur honum fyrir framan bringuna. Það má reyna þetta og skemmta sér sagði Bechmann. Síðan sýndi hann mynd af stuttum pútter og manni með Vardon gripið og sagði: „Þið getið púttað svona sem mér finnst skynsamlegra.“
Síðan sýndi hann mynd af manni sem styður pútter við framhandlegg og sagði að þetta væri leyfilegt. Bechmann nefndi sem dæmi að Bernhard Langer hefði reynt þetta, þannig að það væri enn ýmislegt sem mætti.
En höldum áfram með reglurnar. Bechmann setur nú upp enn aðra glæru:
AMATEUR STATUS
What is the purpose of amateur status rules?
* Distinction between amateur and professional golf
* Sport rather than a profession
* Amateur plays for challenge, not for financial gain
Áhugamennskan er ekki eins heillandi fyrir margt fólk, en reglur um áhugmennsku hafa gengt hlutverki sínu vel það hefir verið innleiddur meiri sveigjanleiki og þó hefir okkur tekist að gera eitt sem atvinnumenn hafa sögulega sóttst eftir en það er að vernda starf þeirra, sérstaklega starf golfkennara. Sögulega séð hefir PGA ekki viljað að eitthvert okkar færi að leiðbeina og gefa röng ráð, þannig að þörfin á vernd starfsins, þörfin á menntuðum kennurum sem eru hæfir og viðurkenndir er ein ástæða þess að PGA hefir stutt áhugamennskureglurnar. Og þær hafa þjónað leiknum vel – það eru þeir sem leika bara sér til skemmtunar, og síðan þeir sem spila um örlítið fé og ég vona líka sér til skemmtunar.
Bechmann setur nú upp nýja glæru:
AMATEUR STATUS
What are the Rules seeking to protect?
* Self-regulating sport
* Unique handicapping system
* Relies on honesty
* Rules seek to prevent finacial incentives
* Protecting everything that is good about golf
og síðan enn aðra glæru:
AMATEUR STATUS – NOW AND IN THE FUTURE
* 2012 Code the product of a fundamental review (2008-2011)
* Rules now the same throughout the world
* Maintaining uniformity a priority
* Establishing appropriate Rules for elite players remains a challenge
* Current issues:
– How long should a profesisonal golfer have to wait to —– reinstated to amateur status?
– Can an amateur golfer nominate a charity to receive a cash award on the basis on his/her performance?
Bechmann: Ég hef sagt að reglurnar hafi verið endurskoðaðar í grundvallaratriðum og á einstakan hátt – við erum með sömu reglur um allan heim en það eru enn úrlausnaratriði. Þau mikilvægustu fyrir mig og fleiri eru þ.e. þegar þið lítið á topp-áhugamennina þá eru flestir sem verða atvinnumenn en mjög mjög fáir „make-a“ það á mótaröðunum sem árangursríkir atvinnumenn ég myndi segja færri en 10% (20:10). Mjög fáir þeirra sem eru mjög góðir en ná ekki árangri á mótaröðunum vilja snúa sér að golfkennslu. Og í Evrópu a.m.k. meginlandi Evrópu þá er engin útvíkkun golfklúbba þannig að allir þeir sem eru atvinnumenn geti haft atvinnu af golfkennslu ef ekki gengur. Þannig að það er mikið af kláru, hæfileikaríku fólki, mjög góðum kylfingum, sem vinna sér ekki inn $1 sem leikandi atvinnumenn og sem gætu komið sér mjög vel fyrir okkur sem ritarar golfklúbba, sem formenn golfsambanda eða í almennum störfum t.d. landsliðsfyrirliðum, fyrirliðar einstakra ríkja (í ríkjasamböndum). Þannig að það að koma atvinnumönnum aftur í stöðu áhugamanna kostar þá ekkert, vegna þess að þeir eru ekki að vinna sér inn pening, en þeir myndu gera það ef þeir væri í almennilega launuðum störfum. Og þeir gætu þjónað aftur, haft tilgang, og þetta verður áskorunin í framtíðinni, það myndi vera til hagsbóta fyrir fyrrum atvinnumennina og fyrir
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

