Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2011 | 15:30

Fyrirlestur á vegum SÍGÍ fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum þá fellur niður fyrirhugaður fyrirlestur á vegum Punctus sem vera átti í næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember. Það kom eitthvað uppá hjá Punctus sem gerir það að verkum að þeirra fulltrúar komast ekki og þykir þeim það mjög miður. Ákveðið hefur verið að halda fyrirlesturinn þess í stað eftir áramót, nánar tiltekið þann 30. mars, 2012 og vonum við að þeir fjölmörgu sem voru búnir að skrá sig sjái sér fært að mæta í mars. Stjórn SÍGÍ biðst velvirðingar á þessu og vonast til að sjá sem flesta í mars.