Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 09:30

Fylgist með Valdísi Þóru HÉR!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefir hafið keppni á Lalla Meryem Cup, á Royal Dar Es Salam vellinum í Marokkó.

Valdís Þóra átti rástíma kl. 9:06 og er í ráshóp með Linu Belmati frá Marokkó og Jenny Haglund frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana.

Hún hefir þegar spilað 3 holur þegar þetta er ritað og er á sléttu pari; hún átti erfiða byrjun fékk skolla þegar á 1. holu sem er par-5 en sýndi karakter og hefir þegar tekið það aftur með glæsifugli á par-4 3. holunni á Royal Dar Es Salam.

Golf 1 sendir Valdísi Þóru baráttukveðju og vonar að henni gangi sem allra best!!!

Fylgjast má með Valdísi Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR: