Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 11:50

Fylgist með Birgi Leif á lokaúrtökumótinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í morgun á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í PGA Catalunya Resort í Girona á Spáni.

Birgir Leifur átti rástíma kl. 9:20.

Þátttakendur eru alls 158 og efstu 25 í mótinu tryggja sér sæti á Evrópumótaröðina.

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á skortöflu með því að SMELLA HÉR: