Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 15:00

Furyk: „Rory verður merktur maður á Ryder Cup“

Númer 1 á heimslistanum Rory McIlroy er sá, sem allir vilja sigra á Tour Championship, síðasta mótinu á FedExCup umspilinu eða haustmótaröðinni eins og hún er stundum kölluð. Eins mun hann verða „merktur maður“ þegar hann og félagar hans í liði Evrópu í Ryder Cup, hefjast handa við að verja titilinn frá 2010 í næstu viku í úthverfi Chicago,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk.

Norður-Írinn Rory McIlroy hefir sigrað í þremur af síðustu 4 PGA mótum sem hann hefir tekið þátt í og er tekinn við af Tiger skv. Furyk.

„Hann er augljóslega brennimerktur maður,“ sagði Furyk við fréttamenn á East Lake Golf Club í dag. „Hann er kylfingur nr. 1 í heiminum. Hann mun fá alla þá athygli sem hann vill og hann á rétt á að fá hana. Hann hefir spilað frábærlega í ár.“

„Hann sigraði á PGA Championship risamótinu með margra högga mun á næsta mann, vann næstu tvö mót og sama hvernig hann spilar hér á Tour Championship, þá er hann Tiger Woods dagsins í dag og augu allra eru á honum.“

„Tiger er enn Tiger og alla langar til þess að sjá þá tvo spila saman í Ryder Cup,“ sagði Furyk, ennfremur með vísun til æsispennandi tvímenningskeppnanna sem fram fara á lokadag Ryder Cup.

39. Ryder Cup mótið mun fara fram í Medinah Country Club í úthverfi Chicago, dagana  28-30. september n.k.

Heimild: Stuff.co.nz