Fréttakona Fox Lisa Kennedy stendur föst á skoðun sinni um Rory
Það var fréttakona FOX Lisa ‘Kennedy’ Montgomery, sem sagði að hún þyldi Rory McIlroy ekki í gær í fréttaþætti Fox og kallaði hann írskan álf (leprechaun). Leprechaunar eru ljótir írskir álfar, en eru samt líka heppnir og geta fært mönnum heppni. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Sjónvarpsmyndatökumenn FOX voru með 2 fréttakonur Fox í mynd Jenna Lee og Harris Faulkner en hvorug þeirra viðhafði orðin um Rory, heldur hrópaði Lisa þau fram í upptökuna.
Þessar tvær fréttakonur Fox sáust í myndskeiðinu, en hvorug þeirra viðhafði álfakommentið um Rory, né sögðu þær í beinni að þær þyldu hann ekki:
Í dag, daginn eftir kommentið sem vakið hefir þó nokkra athygli var hún ekkert að afsaka það.
Hún gekkst bara við því að það hefði verið hún sem sagði þessi orð og sagði að hún hefði viljað viðhafa mun verri orð um Rory en þessi.
Harris Faulkner fór á Twitter og sagðist ekki hafa heyrt það sem sagt var þegar hún var í útsendingu.
Lisa Kennedy sagðist hins vegar EKKI vera aðdáandi Rory og sagði að skoðun sín á honum byggðist á hvernig hann hefði komið fram við Caroline Wozniacki.
Hún kom fram og vildi að það væri á hreinu að starfsfélagar hennar Lee og Faulkner hefðu ekki á neinn hátt viðhaft þau orð eða sett fram þær skoðanir sem hún hefði.
Lisa Kennedy sagði m.a.: „Í gær notaði ég orðið leprechaun til að lýsa kylfingnum Rory McIlroy. Ég elska íþróttir, ég elska golf en ég er ekki aðdáandi Rory.“
„Mestmegnis vegna þess hvernig hann kom fram við tennisdrottninguna Caroline Wozniacki og henti henni frá sér eins og stykki af tuggnu tyggigúmmí þegar hann braut hjarta hennar og leysti upp trúlofun þeirra með stuttri símhring-ingu.“
„Það er verra en að hætta með einhverjum og skrifa skilaboðin þar um á gulan Post-it minnismiða. Nú til þess að allt sé á hreinu þá notuðu hvorki Harris né Jenna Lee þetta orð og ég vil ekki að fari á þeirra könnu. Ég kallaði Rory McIlroy leprechaun og trúið mér ég vildi kalla hann mun verri nöfnum en það.“
„Eins og þið vitið eru sumir bestu vina minna leprechaun-ar og þeir hafa líka frábæran húmor. Takk fyrir.“
Er Lisa ‘Kennedy’ Montgomery bara að vekja athygli á sér? – hver er hún eiginlega?
Lisa Kennedy Montgomery (Kennedy)kom til starfa á FOX Business Network (FBN) fréttastofuna sem fréttakona árið 2012 og stjórnar sínum eiginn þætti, Kennedy.
Kennedy kemur m.a. fram á Reason.com. Nú nýlega hefir hún stjórnað þættinum Music in the Morning w/ Kennedy á 98.7FM Los Angeles Alternative útvarpsstöðinni. Hún er höfundur tveggja bóka, The Kennedy Chronicles: The Golden Age of MTV Through Rose-Colored Glasses og Hey Ladies! Tales and Tips for Curious Girls.
Áður en hún hóf störf á FBN, var Kennedy stjórnandi Fox Reality Channel’s Reality Remix árð 2005, sem var daglegur raunveruleika og fréttaþáttur. Árið 2002,var Kennedy stjórnandi Game Show Network’s Friend or Foe, og hún stjórnaði líka Who Wants To Be Governor Of California in 2003. Þar áður vann hún á MTV News og sá um útsendingar m.a. frá The Grammys og Video Music Awards. Þegar hún vann á MTV var hún með sérstaka þætti sem hétu How-To With Kennedy. Hún hóf störf í sjónvarpi á MTV VJ árið 1992, þ.e. fyrir 23 árum og er 42 ára í dag; fædd 8. september 1972.
Kennedy útskrifaðist frá University of California, Los Angeles (UCLA) og er með bachelors gráðu í heimsspeki. Hún þykir hófsamur repúblíkani, með reyndar alveg heilbrigðar skoðanir á hinu og þessu og á tvær dætur Péle og Lotus.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


