Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2015 | 20:00

Fréttakona Fox kallaði Rory álf

Nokkuð neyðarlegt atvik kom upp hjá Fox fréttastofunni þegar sjónvarpsfréttakona þar missti það út úr sér að hún þyldi ekki Rory McIlroy, hann minnti sig á írskan álf (leprechaun) – aðspurð hvað henni finndist um slys Rory og að hann gæti ekki tekið þátt í Opna breska.

Þetta er ekki beint fyrsta flokks fréttamennska af hálfu fréttakonunnar; þar sem persónulegar skoðanir hlutlausra frétta-manna eiga að liggja milli hluta.  Regla nr. 1 er líka að vera ekki meiðandi.

Síðan er spurning hvort hún hafi ekki, fyrir utan að vera móðgandi verið með einskonar rasisma, þar sem leprechaunar eru álfar, sem bara finnast á Írlandi.

Margir eru á því að fréttakonan hafi misst þetta út úr sér í andartaks hugsunarleysi, en engar fréttir hafa enn borist af því hvernig Fox hyggst bregðast við.  Menn hafa verið reknir fyrir minna þar vestra, fyrir utan að Rory gæti farið í skaðabótamál.

Svo er spurning hvort Rory sé ekki bara slétt sama hvað einhverri fréttakerlingu á Fox finnst og eins er ekki víst að honum þyki neitt slæmt að vera bendlaður við eitthvað jafnírskt og leprechaunar eru.  Þeir eru oft happa… sérstaklega ef þeir eru á öxlum viðkomandi.

Hér má sjá myndskeið af Fox fréttakonunni mistæku  SMELLIÐ HÉR: