Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2011 | 12:15

LET: Frances Bondad sigurvegari Sanya Ladies Open

Núna um helgina vann ástralski kylfingurinn Frances Bondad fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna, LET, á Sanya Ladies Open, í Hainan, í Kína.

Úrslitin í mótinu réðust ekki fyrr en á 18. holu, þar sem Frances sýndi stáltaugar og setti niður pútt fyrir fugli meðan samkeppni hennar Vicky Laing frá Skotlandi fékk skolla.

Þetta er 4. keppnistímabil Frances á LET, en hún er 23 ára frá Greystanes í New South Wales. Frances hefir verið nálægt því að sigra áður t.d. varð hún í 2. sæti í fyrra, 2010 á Open de España Femenino. Árið 2008 rétt náði hún að verða meðal topp-100 á peningalistanum en 2009 varð hún í 39. sæti og 2010 varð hún í 26. sæti. Þetta er 8. topp-10 árangur hennar á ferlinum til þessa.