Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2016 | 18:00

Frægir kylfingar: Topp-10

Með frægum kylfingum er hér átt við það sem á ensku er nefnt „celebrities“ þ.e. menn sem ekki eru atvinnukylfingar, en hafa annað starf sem þeir eru þekktir fyrir s.s. tónlistarmenn, söngvarar, leikarar, stjórnmálamenn o.s.frv.

Golf Monthly hefir tekið saman topp-10 lista frægra kylfinga.

Á honum eru m.a. Bandaríkjaforseti Barack Obama og verðandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, ásamt stjörnuliði á borð við Alice Cooper og Sean Connery, en allir eiga þeir sameiginlegt að vera kylfingar … en misgóðir í íþrótt sinni.

Frægir kylfingar eru mjög vinsælir í góðgerðarmótum eða svokölluðum Pro-Am mótum þar sem þeir eru paraðir saman með atvinnukylfingunum til styrktar góðu málefni.

Sjá má topp-10 allra frægra kylfinga skv. Golf Monthly með því að SMELLA HÉR: