Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2011 | 14:00

Frægir kylfingar: Ryan Gosling

Ryan Gosling er leikari, sem margir myndu vilja hafa í draumagolfhollinu sínu. Ryan fæddist 12. nóvember 1980 í London, Ontario í Kanada og er því nýorðinn 31 árs. Hann er kanadísk barnastjarna, kom fram í „The Mickey Mouse Club“ (1993-1995) ásamt miklum vini sínum og öðrum stórkylfingi, stjörnunni Justin Timberlake.  Justin sagði m.a. í þætti Ellen Degeneres fyrr í haust í að hann og Ryan hefðu gert sér leik að því að stela golfbílum og rúnta um á tökusvæði MGM á Mickey Mouse dögum sínum. Hér má sjá myndskeið með Justin í þætti Ellen: JUSTIN TIMBERLAKE TALAR UM ÞAÐ ÞEGAR HANN OG RYAN GOSLING STÁLU GOLFBÍLUM HJÁ MGM

Ryan er e.t.v. þekktastur fyrir hlutverk sitt í rómantísku myndinni „The Notebook“, sem kom út fyrir 7 árum, þ.e. 2004.

Ryan Gosling

Segja má að hann hafi aftur slegið í gegn með mynd sinni Blue Valentine, sem kom út í fyrra en sjá má myndskeið með Gosling þar sem hann l syngur og spilar á Ukelele í myndinni gamla, góða lagið „You always hurt the ones you love.“ : BLUE VALENTINE MEÐ RYAN GOSSLING

Sú kvikmynd sem Ryan Gosling hefir verið að vinna að á árinu er „Gangster Squad“ sem er krimmi frá árinu 1940 og er væntanleg í október 2012. Gosling leikur LAPD lögreglumann sem reynir að koma höndum yfir mafíuforingjann Mickey Cohen. Meðal annarra leikara eru Sean penn, Josh Brolin, Emma Stone, Michael Pena og Nick Nolte.