Frægir kylfingar: Rudyard Kipling – höfundur Frumskógarbókarinnar
Breski höfundurinn og ljóðskáldið Rudyard Kipling, ritaði m.a. “Frumskógarbókina” (Jungle Book) sem nú er að slá öll aðsóknarmet í bíó, hér á landi um þessar mundir.
Eins skrifaði hann m.a. ljóðið “If”, sem birtist hér á Golf 1 síðar í dag.

Rudyard Kipling
Kipling, á sama afmælisdag og Tiger, 30. desember en var fæddur nokkru fyrr en golfgoðsögnin þ.e. árið 1865 og dó 18. janúar 1936 70 ára að aldri.
Hann hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum líkt og Halldór „okkar“ Laxness, en þó öllu fyrr þ.e. 1907 – en Laxness hlaut nóbelinn sinn 1955 ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.
Kipling spilaði öfugt við Laxness golf af og til alla ævi sína.
Hann byrjaði ungur að spila golf og er talið að hann hafi byrjð þegar hann var í heimavistarskóla í Westward Ho, Devon, í suðurhluta Bretlands.
Höfundurinn Sir Arthur Conan Doyle (höfundur Sherlock Holmes) var náinn vinur Kiplings – báðir höfundarnir misstu m.a. syni sína í bardögum 1. heimstyrjaldarinnar – og haustið 1894 hittust vinirnir m.a. í Brattleboro, Vermont, þar sem Kipling bjó með bandarísku eiginkonu sinni.
Í endurminningum sínum ritaði Conan Doyle: “Ég hafði tekið með mér golfkylfurnar og kenndi Kipling á graslendi meðan Bandaríkjamenn fylgdust forvitnir með, undrandi hvað í veröldinni við værum að gera, þar sem golf var næsta óþekkt þar um þessar mundir.”
Kipling er m.a. talinn hafa fundið upp “vetrargolf” (ens.: snow golf) – en á veturna í Vermont litaði hann golfbolta sína rauða til þess að þeir sæjust betur í snjónum og sökkti niður áldósum í frosna jörðina og notaði sem holur.
Heimild: Golf Digest (að hluta)

Myndin er undirbúnings riss fyrir tréristu af Sir William Newzam (1872-1949) en mynd af honum birtist í “októbermánuði” í “Almanac of Twelve Sports” eftir Rudyard Kipling. Upprunalega myndin er unnin í indversku bleki og gouache vatnslitum og “októbermánuði” fylgdi auðvitað íþróttaljóð: „Why Golf is Art and Art is Golf- we have have not far to seek – So much depends upon the lie -so much upon the cleek.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
