Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2017 | 12:00

Frægir kylfingar meðal brúðkaupsgesta hjá Rory

Nú í dag mánudagsmorguninn er „brúðkaup áratugarins“ á enda.

Það stóð frá laugardeginum 22. apríl þar til núna, mánudagsmorgunsins 24. apríl 2017.

Meðal þess sem íbúar við Ashford kastala urðu áskynja af brúðkaupi Rory og Ericu var geysiöflug flugeldasýning á brúðkaupsdaginn.

Fjölmargir frægir kylfingar voru í brúðkaupi Rory, þ.á.m. Sergio Garcia, Pádraig Harrington, Shane Lowry og Ryder Cup fyrirliðinn Paul McGinley.

Annars hafa engar myndir birtst af brúðhjónunum enn á brúðkaupsdaginn, en 3 laga öryggisteymi við Ashford kastala, það sama m.a. og vinnur fyrir írsku hljómsveitina U2, sá til þess að friðhelgi einkalífs nr. 2 og eiginkonu hans væri tryggt.

Hér eru þó tvær myndir tengdar brúðkaupinu, vagn sem notaður var til að keyra brúðhjónin frá kirkju og í veisluna og mynd af foreldrum Rory þar sem þau koma að Ashford kastala:

Foreldrar Rory mæta í Ashford kastala

Foreldrar Rory mæta í Ashford kastala

Bíllinn sem Rory og Erica voru í á leið úr kirkju og í veisluna í Ashford kastala

Bíllinn sem Rory og Erica voru í á leið úr kirkju og í veisluna í Ashford kastala