Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2012 | 16:00

Frægir kylfingar: Donald Trump

Fasteignamógúllinn, Donald Trump (fæddur 14. júní 1946 – 65 ára)  er forfallinn kylfingur með 4 í fogjöf. En hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem spilar golf – dóttir hans Ivanka Trump (sjá mynd) er líka vel frambærilegur kylfingur.

Ivanka, dóttir Donald Trump að prófa Callaway kylfu.

En Donald elskar ekki bara að spila golf hann á líka fjölda golfvalla. Sjá má 10 af þeim golfvöllum sem Donald Trump á með því að smella HÉR: 

Donald sagði eitt sinn í viðtali við Ron Whitten, blaðamann Golf Digest að hann græddi meira á því að selja eina fasteign í New York heldur en á rekstri golfvallar heilt ár.

En svo á hann að hafa bætt við: „but I get a kick out of the golf thing…“