Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 18:00

Frægir kylfingar: Cameron Diaz

Flestir kannast við Cameron Diaz en hún er ein af leikkonunum í Hollywood, sem spilar golf.

Cameron er fædd 30. ágúst 1972 og flestir muna eftir henni úr kvikmyndum á borð við “There´s something about Mary”; “Being John Malkovich”; “Mask”; “Vanilla Sky”; “The Gangs of New York”; “Charlies Angels”; og “The Holiday.”

Í einni kvikmynd sinni, “Day and Knight”, leikur hún á móti Tom Cruise. Í

Cameron er mikill demókrati og var ötull stuðningsmaður Al Gore í forsetakosningunum árið 2000; en þá er mörgum í fersku minni í Bandaríkjunum þegar hún gekk um í stuttermabol, sem á stóð: “I won´t vote for a son of Bush!”, meðan hún auglýsti kvikmynd, sem hún lék í þá, “Charlies Angels”

Cameron Diaz tók upp golfleikinn þegar hún var kærasta N Sync söngvarans Justin Timberlake, sem er forfallinn kylfingur og spilaði m.a. í Pro-Am mótinu á Pebble Beach, þegar þau voru saman.

Sambandinu við Timberlake lauk, en ekki ástin á golfinu. Þannig hefir hún sést spila golf við seinni kærasta sína, t.d. Kelly Slater, en þau spiluðu golf í Turtle Bay Resort í Oahu í Hawaii.

Virðist golfást Cameron ætla að endast ævina, því hún sér það að eldast í hyllingum, því þá hafi hún meiri tíma til golfleiks, en haft er eftir henni:

Ég get ekki beðið eftir að ná þeim aldri að ég geti verið með hóp af fólki, allt jafnöldrum mínum, spilað golf allan daginn og farið á ströndina. Við munum hlæja, eiga skemmtilegar stundir og verða sveimhuga á lyfseðilsskyldu lyfjunum okkar. Keyrandi um á golfbílum. Ég get ekki beðið.

(Ens.: I can’t wait to be that age and hanging out with a bunch of people hanging out all day playing golf and going to the beach, all my own age.)