Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 12:00

Forsetabikarinn 2015: Frábært glompuhögg Lefty

Phil Mickelson (Lefty) leit út eins og gamli Lefty-inn sem við þekkjum í dag, í Forsetabikarnum.

Þeir Lefty og Zach Johnson unnu þá Jason Day og Steven Bowditch, 4 & 3, í fjórmenningnum og komu Bandaríkjunum í 4-1 forystu, en einnig stutta spilið hjá Phil virðist vera í frábæru standi.

Þannig náði hann að setja niður úr glompu fyrir fugli á par-3 13. holunni. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Auðvitað er það að Phil setti glompuhöggið niður ekki það eina athygliverða við myndskeiðið.

Heldur líka hvernig þeir Zach fögnuðu með handabandi. Það er ekki eins villt og þegar þeir Lefty og t.a.m. Keegan Bradley keppa saman eða eins sætt og þegar Tiger og Kuchar tókust í hendur í Forsetabikarnum 2013.

Í staðinn aðeins einfalt, prófessíonelt, gamaldags, fast handtak sem maður myndi e.t.v. gefa viðskiptafélaga sínum … enda er þetta „business as usual“ hjá þessum tveimur snillingum!

Zach og Phil