Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2016 | 17:00

Fowler og Kuchar njóta lífsins í Ríó

Í golfinu á Ólympíuleikunum er hámark hverra þjóðar af keppendum 4.

Matt Kuchar hefði líklega ekki komist á leikana hefðu DJ (Dustin Johnson – vegna Zika) og Jordan Spieth (af heilbrigðisástæðum) ekki dregið sig úr leikunum.

Kuchar og einkum Rickie Fowler,  félagi hans í bandaríska liðinu, hafa þurft að útskýra fyrir fjölda fréttamanna m.a. af hverju félagar þeirra DJ og Spieth eru ekki með.

„Ég held að þetta eigi eftir að vera æðislegt,“ sagði nr. 20 á heimslistanum, Kuchar. „Það verða nokkrir strákar, sem eiga eftir að sjá eftir þessu, en þökk sé Rickie.“

Ég var með fingurnar krossaða og vonaðist í leyni eftir að kylfingar myndu draga sig úr mótinu. Ég átti alltaf von á að mér myndi takast það að vera hér og nú er þetta ótrúlegt. Ég vissi að það var ástæða til að hafa áhyggur – en mér finnst samt að margt sé ofsögum sagt.

Fyrirsagnir og fréttir reyna oft að ná athygli en t.d. menn eins og Gil Hanse, sem skrifaði mér (hönnuður Ólympíugolfvallarins) að hann hefði verið mánuðum saman hérna og aldrei orðið fyrir neinu.“

Fólk sem hefir verið hér sagði að þetta (Ríó) væri frábær borg að að ég myndi elska að koma hingar. Við áttum dag (mánudag) þar sem ég og konan mín vorum eins og hverjir aðrir ferðamenn og það var frábært.

Fowler er góður vinur Spieth og hann hefir ekkert skirst við að nota Twitter mikið til þess að láta tvöfalda risamótssigurvegarann  – sem er einn af 1,25 áhangendum hans, sem fylgja (followa) hann – vita hversu frábær er í Ríó.

 

 

Nr. 8 á heimslistanum (Fowler) birti m.a. mynd af sér og írska boxaranum Paddy Barnes og gullsundmanninum Michael Phelps.

Mér finnst mér ganga vel að gera gaurana heima öfundsjúka,“ sagði Fowler. „Það eru nokkur persónuleg skilaboð sem hafa farið fram og aftur og ég var alveg örugglega að sýna þeim hversu vel við skemmtum okkur hér.“

Ég hef ekki lent í neinu og mér finnst ég virkilega öruggur hér,“ sagði Fowler m.a.