Rickie Fowler – Rory telur að flestir í Ryder Cup liði Evrópu vilji mæta Fowler í viðureign Fowler hlakkar til að byrja tímabilið í Abu Dhabi – Viðtal
Rickie Fowler hlakkar til að hefja 2015 keppnistímabilið á HSBC Abu Dhabi Golf Championship, sem er mót á Evrópumótaröðinni og hefst í næstu viku.
Hann átti mjög gott ár 2014 og fór m.a. úr 40. sæti heimslistans upp í 10. sætið
Gulf News tók viðtal við Fowler í aðdraganda mótsins í Abu Dhabi. Hér má sjá viðtalið í lauslegri þýðingu:
Gulf News: Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir að þú ákvaðst að hefja tímabilið í Abu Dhabi?
Rickie Fowler: Ég hafði heyrt margt jákvætt um Abu Dhabi HSBC Championship þannig að ég ákvað að skora á sjálfan mig og ferðast í eyðimörkina til þess að hefja keppnistímabilið hjá mér. Ég hef aldrei spilað í Miðausturlöndum áður sem leikmaður, en maður vill alltaf spila gegn þeim bestu í heiminum þannig að ef leikmenn á borð við Rory, Justin og Martin verða á National golfvellinum, þá vil ég líka vera þar. Keppendur í mótinu eru einhverjir þeir sterkustu í nokkru móti á Evrópumótaröðinni og listi fyrrum sigurvegara er mikilfenglegur, þannig að ég mun gera mitt besta til þess að krækja í fræga fálkabikarinn.

Martin Kaymer eftir einn sigurinn í Abu Dhabi með fálkabikarinn fræga, en hann hefir unnið hann 3 sinnum!
Gulf News: Hvernig er þessi áskorun þar sem þú ert að spila á ókunnuglegum slóðum?
Rickie Fowler: Ég virkilega hlakka til áskorunarinnar að spila á nýjum stað og hef spilað í nokkrum mótum Evrópumótaraðarinnar sl. ár, sem aðstoðar mig í að verða alhliða kylfingur. Ég elska að nota mismunandi högg þannig að ég er spenntur að sjá hvernig ég spila á National golfvellinum og hvernig hann er öðruvísi frá þeim völlum sem ég hef reynslu af en ég hlakka líka til að upplifa lífið í Abu Dhabi.
Gulf News: Vindur er venjulega í aðalhlutverki í eyðimerkurvöllum; Líkar þér það?
Rickie Fowler: Ég hef aldri spilað í Mið-Austurlöndum þannig að ég er ekki algerlega viss um við hverju eigi að búast í eyðimörkinnni en ég elska að spila í vindi. Sl. nokkur ár hef ég átt spennandi hringi á Opna breska og náð nokkrum góðum niðurstöðum þegar virkilega var hvasst þannig að ef þetta er eitthvað eins og þar, þá hlakka ég til áskorunarinnar.
Gulf News: Þú náðir góðum árangri árið 2014, hvernig metur þú frammistöðu þína?
Rickie Fowler: Ég er virkilega stoltur af því sem ég náði 2014 og það var svo sannarlega besta ár mitt til dagsins í dag á túrnum. Ég komst virkilega nálægt Rory á Opna breska og PGA Championship þannig að ég veit að ég er nálægt því að vinna eitthvað stórt og ég hlakka til að hefja keppnistímabilið á móti á Evróputúrnum þar sem samkeppnin er líklega einhver sú sterkasta á árinu.
Gulf News: Gætir þú varpað ljósi á undirbúning þinn?
Rickie Fowler: ég stefni að því að búa mig svipað undir mótið og á síðasta ári vegna þess að það virtist virka vel fyrir mig þannig að ég mun örugglega halda áfram að vinna í leik mínum með Butch [Harmon]. Á síðasta ári var ég ferskur í upphafi árs og jafnvel um mitt tímabilið var ég hress þannig að vonandi get ég endurtekið það.
Gulf News: Ertu með sérstök markmið fyrir 2015? Er eitthvað sérstakt mót eða titill sem þú vilt vinna?
Rickie Fowler: Meginmarkmið mitt er að halda áfram að vinna mikið í leik mínum og bæta alla þætti leik míns þar sem þörf er á að bæta frammistöðuna og koma mér í sigurfæri í mótum. Það var gaman að vera í sigurfæri í risamótunum 2014 og ég ætla að endurtaka æfingarnar sem við notuðum 2014 í undirbúningi mínum fyrir risamót þessa árs. Almennt markmið mitt er að sigra í fleiri mótum. Til þess að ná því verð ég að halda áfram að verða betri og vera tilbúinn að vera upp á mitt best í hvert sinn sem ég spila. Mér myndi ekki þykja leiðinlegt að hefja keppnistímabilið með því að vinna fyrsta titil minn á Evróputúrnum hér í Abu Dhabi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
