Fowler á föstu á ný?
Í fyrradag birtu Rickie Fowler og Allison Stokke ljósmynd af sér þar sem þau voru á Circuit of the Americas kappakstursbrautinni að fylgjast með Red Bull Grand Prix, en Red Bull er styrktaraðili Rickie.
„Ég vann“ skrifaði Rickie og Allison svaraði honum „Var ekki jafnt?“
Mjög líklegt er að þau hafi bara verið á stefnumóti og að skemmta sér um helgina en The New York Post og ýmsir golffréttamiðlar hafa látið í veðri vaka að þarna sé á ferðinni meira en vinskapur.
Áður en myndirnar birtust var talið að Rickie væri ekki með neinni.
Hann grínaðist m.a. með það fyrir stuttu í Bahamas fríi sínu sem hann, Jordan Spieth, Smylie Kaufman og Justin Thomas fóru saman í, til að slaka á eftir Masters.
Hinir kylfingarnir sjást með kærustum sínum og Rickie er sá eini sem er einn á myndinni, en þar með var hann reyndar að stæla frekar þekkta Ryder Cup mynd eftir sigur Bandaríkjanna í fyrra, þar sem hann var sá eini sem var ekki með konu til að knúsa að sigri loknum – Sjá grein Golf 1 um þetta með því að SMELLA HÉR:
Það gæti hafa breyst nú. Rickie var á föstu með bikinímódelinu Alexis Randock en þau hættu saman af óþekktum ástæðum – þar áður var hann með Lauren „LB“ Barr, sem m.a. var þátttakandi í Bachelor þáttunum.
Stokke er ekki óþekkt en hún þykir mjög efnilegur stangarstökkvari.
Allt varð vitlaust þegar birtust myndir af henni í stangarstökki birtist á Internetinu, meðan hún var enn 17 ára í menntaskóla, en Allison þykir einstaklega fögur (sjá stangarstökksmyndirnar frægu af henni hér að neðan).

Allison Stokke

Allison – kærasta Rickie?
Hvort sem um vináttu eða eitthvað meira er að ræða milli Allison og Rickie verður tíminn bara að leiða í ljós.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
