Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 20:30

Björgvin Þorsteinsson sigurvegari Meistaramóts lögmanna 2014

Í dag fór fram í dásamlegu veðri á Garðavelli, Akranesi, Meistaramót lögmanna.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá Meistaramóti lögmanna 2014 með því að SMELLA HÉR: 

Þátttaka í mótinu hefði mátt vera meiri sérstaklega meðal kvenlögfræðinga, sbr. að nú er nýstofnaður 50 kvenkylfinga golfhópur innan FKL (félags kvenna í lögmennsku) og búist var við meiri þátttöku af hálfu þess hóps, en aðeins 3 kvenlögfræðinga kylfingar tóku þátt í Meistaramóti lögmanna 2014.  Vonast er eftir að kvenkylfingar innan lögmannsstéttarinnar fjölmenni í meistaramótið að ári liðnu!!!

Kvenkylfingarnir 2 í Meistaramóti lögmanna 2014: F.v.: Ragnheiður Jónsdóttir; Andrea Ólsen formaður nýstofnaðs golfhóps FKL og Guðmundína Guðmundsdóttir. Mynd: Björgvin Þorsteinsson.

Kvenkylfingarnir 3 í Meistaramóti lögmanna 2014: F.v.: Ragnheiður Jónsdóttir; Andrea Ólsen formaður nýstofnaðs golfhóps FKL og Guðmundína Ragnarsdóttir. Mynd: Björgvin Þorsteinsson.

Keppnisform var höggleikur með og án forgjafar og auk þess veitt tvenn nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 18. holu.

Sigurvegari Meistaramóts lögmanna 2014 er glæsilegur sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik Björgvin Þorsteinsson, GA.   Sigurskor hans voru 77 glæsihögg (höggleikur án forgjafar) og 74 högg nettó (í höggleik með forgjöf) en í báðum flokkum varð Björgvin efstur.

Björgvin Þorsteinsson, glæsilegur sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik og sigurvegari Meistaramóts lögmanna 2014. Mynd: Golf 1

Björgvin Þorsteinsson, glæsilegur sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik og sigurvegari Meistaramóts lögmanna 2014. Mynd: Golf 1

Í 2. sæti varð forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, en hann var þar að auki með lengsta teighögg á 18. holu og tók auk þess nándarverðlaunin á Skrúð 3. holu Garðavallar.  Sigurskor Hauks Arnar voru 78 högg án forgjafar og 75 nettó (í höggleik með forgjöf).

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ veitti sjálfum sér þrenn verðlaun: fyrir lengsta dræv, fyrir nándarverðlaun á Skrúð og fyrir 2. sætið í meistaramótinu!!! Mynd: Golf 1

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ veitti sjálfum sér þrenn verðlaun: fyrir lengsta dræv, fyrir nándarverðlaun á Skrúð og fyrir 2. sætið í meistaramótinu!!! Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð síðan Ármann Ármannsson, GR á 79 höggum (í höggleik án forgjafar) og 76 nettó (í höggleik með forgjöf.

Ármann Ármannsson, GR, lögmaður, tekur hér við verðlaunum sínum úr hendi forseta GSÍ. Mynd: Golf 1

Ármann Ármannsson, GR, lögmaður, tekur hér við verðlaunum sínum úr hendi forseta GSÍ. Mynd: Golf 1

Úrslit í Meistaramóti lögmanna 2014 voru eftirfarandi:

Nándarverðlaun:

3. hola  Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ 120 cm

18. hola Guðni A. Haraldsson, 300 cm

Guðni A. Haraldsson, lögmaður tekur við verðlaun fyrir að vera næstur á 18. holu í Meistaramóti lögmanna 2014. Mynd: Golf 1

Guðni A. Haraldsson, lögmaður tekur við verðlaun fyrir að vera næstur á 18. holu í Meistaramóti lögmanna 2014. Mynd: Golf 1

Lengsta teighögg á 18. holu:

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ.

Höggleikur án forgjafar:

1 Björgvin Þorsteinsson GA 3 F 40 37 77 5 77 77 5
2 Haukur Örn Birgisson GO 3 F 40 38 78 6 78 78 6
3 Ármann Fr. Ármannsson GR 3 F 41 38 79 7 79 79 7
4 Heimir Örn Herbertsson NK 12 F 45 46 91 19 91 91 19
5 Gísli Guðni Hall GR 6 F 45 46 91 19 91 91 19
6 Örn Gunnarsson GL 12 F 41 51 92 20 92 92 20
7 Ólafur Börkur Þorvaldsson GR 18 F 48 47 95 23 95 95 23
8 Stefán Pálsson GR 18 F 47 48 95 23 95 95 23
9 Lúðvík Bergvinsson GR 10 F 45 50 95 23 95 95 23
10 Þorsteinn Einarsson GO 22 F 49 49 98 26 98 98 26
11 Guðni Ásþór Haraldsson GR 11 F 53 46 99 27 99 99 27
12 Björgvin Þórðarson GÁS 18 F 54 47 101 29 101 101 29
13 Andrea Olsen GVG 24 F 49 52 101 29 101 101 29
14 Guðmundína Ragnarsdóttir GO 22 F 48 54 102 30 102 102 30
15 Karl Ólafur Karlsson GK 16 F 45 57 102 30 102 102 30
16 Pétur Gunnar Thorsteinsson GR 19 F 53 52 105 33 105 105 33
17 Friðjón Örn Friðjónsson GR 18 F 52 54 106 34 106 106 34
18 Þorbjörn Þórðarson GO 24 F 54 53 107 35 107 107 35
19 Jón Steinar Gunnlaugsson GR 24 F 58 50 108 36 108 108 36
20 Ragnheiður Jónsdóttir 24 F 63 60 123 51 123 123 51

 

Höggleikur með forgjöf:

1 Björgvin Þorsteinsson GA 3 F 40 37 77 74 77 74 77 74
2 Haukur Örn Birgisson GO 3 F 40 38 78 75 78 75 78 75
3 Ármann Fr. Ármannsson GR 3 F 41 38 79 76 79 76 79 76
4 Þorsteinn Einarsson GO 22 F 49 49 98 76 98 76 98 76
5 Ólafur Börkur Þorvaldsson GR 18 F 48 47 95 77 95 77 95 77
6 Stefán Pálsson GR 18 F 47 48 95 77 95 77 95 77
7 Andrea Olsen GVG 24 F 49 52 101 77 101 77 101 77
8 Heimir Örn Herbertsson NK 12 F 45 46 91 79 91 79 91 79
9 Guðmundína Ragnarsdóttir GO 22 F 48 54 102 80 102 80 102 80
10 Örn Gunnarsson GL 12 F 41 51 92 80 92 80 92 80
11 Björgvin Þórðarson GÁS 18 F 54 47 101 83 101 83 101 83
12 Þorbjörn Þórðarson GO 24 F 54 53 107 83 107 83 107 83
13 Jón Steinar Gunnlaugsson GR 24 F 58 50 108 84 108 84 108 84
14 Gísli Guðni Hall GR 6 F 45 46 91 85 91 85 91 85
15 Lúðvík Bergvinsson GR 10 F 45 50 95 85 95 85 95 85
16 Pétur Gunnar Thorsteinsson GR 19 F 53 52 105 86 105 86 105 86
17 Karl Ólafur Karlsson GK 16 F 45 57 102 86 102 86 102 86
18 Guðni Ásþór Haraldsson GR 11 F 53 46 99 88 99 88 99 88
19 Friðjón Örn Friðjónsson GR 18 F 52 54 106 88 106 88 106 88
20 Ragnheiður Jónsdóttir 24 F 63 60 123 99 123 99 123 99