Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2019 | 13:00

Forsetabikarinn 2019: Reed f. aðkasti ástralskra golfáhangenda

Patrick Reed var ekki vinsælasti kylfingurinn á Royal Melbourne, þegar hann tíaði upp á 1. teig á 1. degi Forsetabikarsins.

Í forveginn er Reed ekki vinsæll vegna fjölda uppákoma, en sú síðasta er mönnum líklega minnisstæðust þegar hann reyndi að bæta stöðu sína í bönker á 11. holu á 3. hring World Hero Challenge með því að slá sand frá bolta sínum í æfingasveiflu. Þarna var Reed í forystu á mótinu. Þetta var klárt brot á reglu 8.1a(4) og fyrir það hlaut Reed 2 högg í víti.

Þessi nýjasta uppákoma Reed er auðvitað vatn á myllu ástralskra golfáhangenda, sem finnst hegðun Reed jaðra við svindl og létu hann aldeilis heyra það þarna í Forsetabikarnum.

Púað var á Reed á 1. teig og einn öskraði „ætlarðu að bæta legu þína þarna á teignum, vinur?“ við hlátur viðstaddra.

Þegar Reed bjóst til þess að slá opnuðust flóðgáttirnar.

Patrick, ætlarðu virkilega að láta kaddýinn þinn bera 14 kylfur og skóflu?“  Enn meiri hlátur og truflun fyrir Reed.

Eftir að hafa slegið hrópaði enn annar ástralskur áhangandi „Farðu í bönkerinn!“ … sem bolti Reed gerði við lófatak heimamanna. Reed komst ekki upp fyrir fugli og fyrsta holan féll á jöfnu við þá sem Reed /Simpson spiluðu við þ.e. Hideki Matsuyama and C.T. Pan.

Þetta var nákvæmlega það sem ég bjóst við,“ sagði Reed eftir hringinn, þar sem hann varð hvað eftir annað fyrir munnlegu aðkasti áströlsku áhangendanna.

Reed og Simpson töpuðu holum 3 og 4 en náðu að lokum að jafna, þökk sé fugli Reed á 16. holu.

Pan svaraði með 9 m löngu fuglapútti sem datt á þeirri 17, sem var nóg til þess að vinna viðureignina 1&0 í lokin.

Eftir fyrsta dag Forsetabikarsins er Alþjóðaliðið með afgerandi forystu 4-1.  Eina stig Bandaríkjamanna vann fyrirliðinn ásamt Justin Thomas.

Sjá má stöðuna á Forsetabikarnum með því að SMELLA HÉR: