Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 12:00

Forsetabikarinn: Ný kona við hlið Tiger

Á Forsetabikarnum sást ný vinkona Tiger Woods í fylgd með honum.

Hún var með passa sem eingöngu er veittur eiginkonum eða kærustum keppenda eða fyrirliða og varafyrirliða.

Þessi nýja vinkona Tiger heitir Erica Herman og tekur við af Kristin Smith, sem Tiger var að dandalast með ekkert alls fyrir löngu.

Erica er framkvæmdastjóri eins veitingastaða Tiger og var tekið eftir hversu vel fór á með þeim, en hún var stöðugt að hjúfra sig upp að Tiger.

Meðan á mótinu stóð pósaði Erica með öðrum WAG´s í liði Bandaríkjanna t.a.m.: Victoriu Slater, kærustu Daniel Berger; Annie Verret kærustu Jordan Spieth og Justine Reed, eiginkonu Patrick Reed.

F.v.: Victoria Slater kærasta Daníel Berger sem stendur við hlið unnustu sinnar, Tiger og Erica Herman

F.v.: Victoria Slater kærasta Daníel Berger sem stendur við hlið unnustu sinnar, Tiger og Erica Herman

Erica ný vinkona Tiger (2. f.h)

Erica ný vinkona Tiger (2. f.h), pósar með WAG´s í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.