Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 09:55

Forsetabikarinn: Mickelson m/epískt forsetaselfie!!!

Golfing great Phil Mickelson made the shot of a lifetime Thursday„; svona hefst grein í New York Post og meðfylgjandi mynd fylgir með.

Það er ekki að Phil hafi slegið högg lífs síns úti á golfvelinum, heldur náði hann epísku selfie þ.e. ljósmynd af sjálfum sér ásamt 3 fyrrverandi Bandaríkjaforsetum þeim Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama.

Allir eru forsetarnir fyrrverandi miklir kylfingar og hvar annars staðar í heiminum eru þeir staddir nú en á Forsetabikarnum að hvetja bandaríska liðið áfram í Liberty National Golf Club í Jersey City.

Þetta er í fyrsta sinn sem 3 fyrrverandi forsetar koma saman á Forsetabikarnum frá því að mótið fór fyrst af stað 1994.

Það var ekki aðeins að þeir væru til í myndatökur með liðsmönnum bandaríska liðsins, þeir voru oft í myndum með eiginkonum og kærustum bandarísku stjörnukylfinganna (WAG´s).

Það var Tim Mickelson, bróðir Phil, sem deildi myndinni af Phil og forsetunum þremur á Twitter og skrifaði með myndinni: „Þegar hægt er að taka selfie af sér og 3 Bandaríkjaforsetum, þá grípur maður tækifærið!“