Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2022 | 18:00

Forsetabikarinn 2022: Bandaríkjamenn unnu Alþjóðaliðið 17,5 – 12,5

Forsetabikarinn fór fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu dagana 22.-25. september sl.

Það var lið Bandaríkjanna sem sigraði Alþjóðaliðið með 17,5 – 12,5 vinningum.

Þetta er 9. sigur Bandaríkjamanna í keppninni í röð.

Keppnin er svipað upp byggð og Ryder bikarinn, nema hér keppir bandaríska liðið við lið skipað kylfingum alls staðar að úr heiminum, nema Evrópu.

Fyrirliði liðs Bandaríkjanna var Davis Love III.