Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 22:00

Forsetabikarinn: Bandaríkin 3,5 & Alþjóðaliðið 1,5 – Hápunktar 1. dags

Forsetabikarinn hófst í dag á Liberty National vellinum í New York, Bandaríkjunum.

Eftir 1. dag er lið Bandaríkjanna í forystu með 3,5 vinning gegn 1,5 vinningi Alþjóðaliðsins.

Leikir fimmtudagsins (fjórmenningur) 28. september 2017 fóru með eftirfarandi hætti:

Rickie Fowler og Justin Thomas í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Charl Schwartzel og Hideki Matsuyama 6&4

Matt Kuchar og Dustin Johnson í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Jhonattan Vegas og Adam Scott 1 up

Patrick Reed og Jordan Spieth í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Emiliano Grillo og Si Woo Kim 5 &4

Daniel Berger og Brooks Koepka í liði Bandaríkjanna töpuðu fyrir Louis Oosthuizen og Branden Grace 3&1

Allt féll á jöfnu í leik Phil Mickelson og Kevin Kisner og Marc Leishman og Jason Day.

Sjá má hápunkta 1. dags í Forsetabikarnum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna í Forsetabikarnum og uppstillingar fyrir fjórboltaleiki föstudagsins með því að SMELLA HÉR: