Forsetabikarinn 2019: Tiger um ósk Ancer að spila við sig: „Hann fékk það sem hann vildi!“
Mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer sagði í sl. mánuði á Mayakoba Golf Classic að sig langaði til að spila á móti Tiger Woods í Forsetabikarnum.
Þessi ósk virtist nógu meinlaus á sínum tíma, hver vill jú ekki spila við eða á móti Tiger Woods?
„Ég myndi vilja spila á móti Tiger (Woods),“ sagði Ancer. „En sannleikurinn er sá að markmið okkar er að gera allt sem við getum til þess að sigra. Að sigra í tvímenningnum myndi vera svo sérstakt, þannig að við þurfum að reyna að vinna bikarinn.„
Fyrirliði Alþjóðaliðsins, Ernie Els, tók þá ákvörðun að setja Ancer í fyrstu viðureignina. Tiger svaraði með því að setja sjálfan sig á móti hinum 28 ára Mexíkana (Ancer).
Tiger vann síðan viðureign þeirra 3&2 og var spurður eftir á hvort honum hafi verið kunnugt um komment Ancer og óskir hans að spila við hann (þ.e. Tiger).
„Abe vildi þetta og fékk, (ens.: Abe wanted it, he got it) sagði Tiger og hló.
Ancer sagði aftur á móti að ummæli hans hefðu brenglast við þýðingu.
„Í fyrsta lagi var spurning á spænsku og tónninn sem ég sagðist vilja spila við Tiger var aldrei hrokafullur eða ögrandi eða neitt í því átt,“ sagði hann „Á þeim tíma taldi ég bara að þetta myndi verða frábær upplifun, sem það var. Skiptir ekki máli hver úrslitin væru úr leiknum; ég myndi hafa grætt mikið.“
Viðureign þeirra var fram og tilbaka fyrstu 8 holurnar en Tiger vann 9. og 10. holurnar með fuglum og var kominn 2 up. Ancer náði fugli á 13. holu og náði einni holu aftur en Tiger fékk fugla á næstu 3 holur og lauk viðureigninni, eins og komið hefir fram með sigri!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
