Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2019 | 23:00

Forsetabikarinn 2019: Tiger og JT fagna á 2. degi!

Miðja vegu í gegnum fjórmenningsleikina á Forsetabikarnum leit ekki aðeins út fyrir að Alþjóðaliðið myndi sigra, heldur voru líkurnar góðar á því að staðan gæti orðið 9-1 Alþjóðaliðinu í vil.

En síðan fór að falla með Bandaríkjamönnum.

Alþjóðaliðið var nýbúið að vinna sér inn 2 stig í viðureign  Adam Scott / Louis Oosthuizen g. Matt Kuchar / Dustin Johnson og Abraham Ancer / Marc Leishman g. Patrick Reed / Webb Simpson matches — en báðir leikir fóru 3&2 — og þar með féll öll pressan á þau þrjú bandarísku liðstvenndir, sem eftir voru á vellinum.

Fyrstu merki þess að staðan væri farin að batna aðeins fyrir Bandaríkjamenn var þegar  Xander Schauffele / Patrick Cantlay jöfnuðu í leik sínum gegn Joaquin Niemann / Adam Hadwin. Þeir voru „one down“ eftir 14 holur og Schauffele/Cantlay tvenndinni tókst að að jafna á par-5 15. holunni.  Ótrúlegt pútt frá Cantlay á 18. flöt veitti Bandaríkjamönnum fyrsta sigurinn og  lífsvon sína í keppninni.

Þessi bylgja velfarnaðar hlýtur að hafa smitast á vellinum yfir á næsta leik þar sem Justin Thomas (JT) og Tiger Woods stóðu í ströngu. Þeim tókst að halda jöfnu að mestu leyti allar 9 seinni holurnar, þökk sé frábærum höggum Tiger, en síðn átti JT svipað pútt og Cantlay og annar sigur Bandaríkjamanna í höfn.

Þegar púttið var að detta misstu JT og Tiger púttera sína samtímis og fögnuðu gríðarlega.

Ég er orðlaus,“ sagði JT eftir viðureignina. „Ég hef verið lánsamur að mörg stór pútt hafa dottið og ég hef hitt fullt af frábærum höggum en að ná þessu með fyrirliða mínum og ótrúlegum liðsfélaga og sigra leikinn og vonandi snúa hlutnum við í þessum Forsetabikar, var frábært„.

Við börðumst, við klóruðum okkur tilbaka,“ sagði Tiger. „Og JT stekkur fram og framreiðir þetta á lokaholunni, ég fær hroll, maður algjöran hroll.

Lokaviðureignin var viðureign Rickie Fowler / Gary Woodland g. Cameron Smith / Sungjae Im og þar féll  á jöfnu.

Staðan í föstudagsleikjunum 2 1/2 g. 2 1/2 og í heildina er staðan 6 1/2- 3 1/2.

Enn eru 20 stig í pottinum og staða Bandaríkamanna öll önnur en eftir 1. daginn.

Alþjóðaliðið er enn í forystu.

Eftir föstudagsviðureignirnar sagði fyrirliði Alþjóðaliðsins Ernie Els: „Sjáið frammistöðu okkar sl. 25 ár; fyrir okkur að ná 2 1/2 – 2 1/2 árangur er eins og sigur.

Spennandi dagur framundan á laugardaginn; fyrst 4 fjórbolta viðureignir og síðan 3 fjórmennings viðureignir og síðan mesta spennan á sunnudaginn í tvímenningsleikjunum!

En heildarstaðan sem segir 6 1/2-3 1/2 Alþjóðaliðinu í vil.

Sjá má stöðuna í Forsetabikarnum með því að SMELLA HÉR: