Forsetabikarinn 2019: Els tapar enn einu sinni f. Tiger – Það er sárt!
Þegar Tiger Woods sigraði eins og frægt er á Opna bandaríska 2000 þá var það Ernie Els sem lét í minni pokann fyrir honum.
Els var þá beðinn um komment, þar sem hann var í 2. sæti. Tiger átti 15 högg á hann og sló met Tom Morris á mesta mun milli 1. og 2. sætis í risamóti.
Els sagði við það tækifæri: „Ef Old Tom Morris og Tiger Woods myndu spila saman núna myndi Tiger vinna hann með 80 högga mun. Hey, þessi náungi (Tiger) er ótrúlegur. Mig skortir orð. Látið mig í friði.“
Els hefir sjaldnast unnið þegar Tiger Woods er annars vegar.
Tiger hefir sigrað Els í risamótum og í mótum á PGA Tour. Hann hefir sigrað hann í bráðabana og eftir hefðbundinn höggfjölda. Hann hefir sigrað hann í fjórmenningi og tvímenningi. Og nú í fyrirliða baráttu þeirra í Forsetabikarnum.
Sagan mun sýna að Els var nákvæmlega það sem Alþjóðaliðið þarfnaðist, leiðtogi sem öllum leikmönnum líkaði við.
En það var ekki nóg …. og það er sárt.
Els sagði fyrr í vikunni að jafnvel þó að lið Bandaríkjanna liti betur út á pappír þá væri spilað á grasi … og í 3 daga virtust orð Els ganga upp. Lið Els var í forystu, átti m.a.s. 2 stig á lið Bandaríkjanna fyrir lokaviðureignirnar … en það dugði ekki.
Mestu reynsluboltarnir í liði Els, Louis Oosthuizen og Marc Leishman náðu ekki nema að halda jöfnu, þegar sigur var það sem Els þarfnaðist í þessum leikjum. Aðeins 2 leikmanna Els náðu að sigra í leikjum sínum; Sungjae Im og Cameron Smith. Þannig að þetta varð til þess að bikarinn fór til Bandaríkjanna 8. skiptið í röð.
Tapið er sárt og Els að vonum vonsvikinn og það sást glöggt þegar hann var beðin að meta frammistöðu Tiger bæði sem fyrirliða og leikmanns á Royal Melbourne. Svar Els: „Þið verðið að spyrja hann um það. Ég ætla ekki að svara þessu.“
„Ef okkar lið er á blaði borið saman við önnur íþróttalið, þá mynduð þið hafa hlegið ykkur máttlaus. En við létum þá hafa fyrir hlutunum og vorum nærri því að sigra og valda usla í einu besta golfliði allra tíma,“ sagði Els.
Þetta var auðvitað öðruvísi – allir fyrirliðar eru kappsfullir … en þetta var persónulegt. Fyrir Els var þetta tækifæri til þess að breyta gangi sögunnar aðeins … sigra Tiger einu sinni. Fyrir Tiger var þetta aðeins að bæta við enn einni rósinni í hnappagatið.
„Það hafa verið virkilega forréttindi að fá að spila á sama tíma á hann (Tiger). Þangað sem golfið hefir náð á síðustu 25 árum er ótrúlegt og það (golfið) myndi ekki vera þar sem það er nú, ef það væri ekki fyrir Tiger Woods,“ viðurkenndi Els fyrr í vikunni áður en hann bætti við: „Eftir að hafa sagt þetta, þá langar okkur að sparka í afturendann á þeim hér í þessari viku, hér á heimavelli.“
Markmið Els í þessari viku sem sagt, (eins og svo oft áður) var sigur – en nú hefir Tiger haft betur sem fyrirliði, líkt og svo oft áður í ótal keppnum milli þessara tveggja miklu kempa.
Enn einu sinni situr Ernie Els eftir með sárt ennið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
