Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 13:58

GSÍ: Formannafundur í Borgarnesi vill auknar áherslur á skólagolf

Nú fer fram í Borgarnesi formannafundur GSÍ.

Í stuttu viðtali við Golf 1 sagði forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson að sér væri fagnaðarefni hversu vel fundurinn væri sóttur en á bilinu 70-80 manns eru á fundinum, formenn golfklúbba víðsvegar af landinu.

Í morgun var farið í ýmis formsatriði m.a. fjárhagsáætlun GSÍ og þegar Golf 1 heyrði í forseta GSÍ voru umræður um golf að fara að hefjast og verður Golf1 með nánar umfjöllun um það síðar.

Í máli Hauks Arnar kom fram að á formannfundinum í Borgarnesi hefðu umræður fram að þessu einkum snúist um fræðslu- og útgáfumál og að koma ætti efni GSÍ meira yfir á rafræna miðla.

Haukur Örn sagði og að ætlunin væri að verja viðbótartekjum GSÍ í skólagolf og reyna að koma golfinu inn í námsskrá grunnskólana í tengslum við íþróttafræðslu.