Flórídafarar varaðir við hundaæði í refum
Dýr eru nokkuð sem kylfingar rekast gjarnan á, á golfvöllum, bæði hér á Íslandi (og þá oftast fuglar) eða og þá sérstaklega þegar ferðast er til fjarlægari, suðlægari staða (allskyns framandi dýr)
Golf 1 hefir á golfferðum sínum erlendis rekist á fjölmörg dýr – einna eftirminnilegastur er hanninn sem var sem fastastur á flöt einni þegar verið var að spila á Costa del Sol. Hreyfðist ekki og var bara illskeyttur þegar kylfingarnir nálguðust flötina og hakkaði í „eggin“ sem verið var að slá að honum!
Golf 1 ákvað að birta grein úr Naples News, sem kynni að vera áhugaverð fyrir þá sem hyggja á golfferð til Flórída. Þar segir að heilbrigðisyfirvöld í Escambía sýslu hafi tilkynnt um einstakling sem bitinn hafi verið af ref sem var með hundaæði í Vestur-Pensacola.
Pensacola er í Norð-vestur hluta Flórída nálægt landamærum Louisiana og er í um 725 km fjarlægð t.a.m. frá Orlando og 1085 km fjarlægð fá Miami, þar sem margir vinsælir golfvellir eru sem Íslendingar heimsækja.
Búið er að drepa refinn og vefjasýni úr honum staðfestu að hann var með hundaæði.
Heilbrigðisyfirvöld í Flórída hvetja fólk til að vera á varðbergi gagnvart villtum dýrum – forðast beri að gefa þeim mat, hæna þau að mannfólkinu.
Hundaæði (ens. rabies) er vírus sem smitar miðtaugakerfið og getur valdið sýkingu í heila, sem leitt getur til dauða. Best er að láta bólusetja sig gegn hundaæði.
Hundaæði finnst í Flórída (og það kunnu að virðast öfugmæli) oftast í refum, þvottabjörnum (ens. raccoon) og köttum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
